Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32893
Í þessari ritgerð verður þróun nýja bíós Rómönsku Ameríku skoðuð í sögulegu samhengi. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður stiklað á stóru í sögu menningarsvæðisins frá nýlendutímanum til nútímans þar sem sú saga er veigamikill þáttur í sköpun þeirra aðstæðna sem ólu af sér kvikmyndastefnuna. Verður saga Kúbu og Argentínu þar sérstaklega gaumgæfð, enda er að miklu leyti stuðst við texta og kvikmyndir frá þessum tveimur löndum í ritgerðinni. Í framhaldinu verður hugað að skilgreiningu kvikmyndafræðingsins Paul A. Schroeder á þróun byltingarbíósins í Rómönsku-Ameríku sem nær yfir lengra tímabil en oft tíðkast í skrifum um kvikmyndasögu þessa heimshluta. Í henni er gert grein fyrir formlegri þróun byltingarsinnaðra kvikmynda úr herskáum kvikmyndum sem nýta nýraunsæis- og heimildamyndahefðir yfir í myndir sem beita fyrir sig ríku táknmáli er byggir á barokkstíl frá nýlendutímanum. Sérstaklega verður gætt að birtingarmyndum byltingarsinnaðrar fagurfræði og hugsjóna í kvikmyndunum Lucía (Humberto Solás, 1968) frá Kúbu og Camila (María Luisa Bemberg, 1984) frá Argentínu. Kvikmyndirnar verða greindar út frá helstu einkennum stefnunnar og færð rök fyrir því hvort þær eigi heima í flokki byltingarbíómynda. Myndirnar eiga það sameiginlegt að nýta sögulegar frásagnir til að undirstrika félagsleg og pólitísk vandamál sem eru enn viðvarandi í samtímanum með einum eða öðrum hætti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Byltingar, barokk og bio_ARA_BA.pdf | 527.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Anna Rosa Asgeirsdottir.pdf | 2.48 MB | Lokaður | Yfirlýsing |