is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32894

Titill: 
  • ,,Þú baðst bara um minna." Hefur samningatækni áhrif á kynbundinn launamun?
  • Titill er á ensku "You just asked for less." Do negotiation skills affect the gender pay gap?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að kynbundinn launamun megi að einhverju leiti rekja til ólíkrar hegðunar og samningatækni karla og kvenna í launa-, atvinnu- og starfsviðtölum. Hvort að útskýra megi kynbundinn launamun með einhverju öðru en þeim tölulegum upplýsingum sem hafa komið fram í flestum ef ekki öllum launakönnunum sem framkvæmdar hafa verið, bæði hér á landi og erlendis.
    Hér er um eigindlega rannsókn að ræða. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga. Tilgangurinn var að kanna þeirra upplifun, reynslu og tilfinningar til málefnisins og hvort að þeir greindu mun á körlum og konum í samningaviðræðum um laun og stöðuveitingar. Viðmælendur starfa allir sem stjórnendur eða millistjórnendur og eru með mikla reynslu af starfsmannamálum. Allir hafa þeir komið að fjölmörgum launaviðræðum, ráðningum, stöðuveitingum og starfmannasamtölum og samið við fjölbreyttan hóp karla og kvenna um kaup og kjör.
    Helstu niðurstöður benda til þess að hegðun kynjanna í launa- og starfsviðtölum sé ekki sú sama. Konur hafa minni áhuga á launum, aðrir þættir en laun skipta þær meira máli og þær fórna ekki fjölskyldulífi fyrir betri störf eða hærri laun. Þá benda niðurstöður jafnframt til að efla þurfi samningatækni kvenna og að konur þurfi að átta sig betur á virði sínu á vinnumarkaði. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar má því leiða líkum að því að hluta kynbundins launamunar megi skýra með ólíkri hegðun kynjanna þegar kemur að því að semja um kaup og kjör.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Ýr Jónsdóttir.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni Yfirlýsing.pdf439.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF