is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32895

Titill: 
  • Í lestri hann er [laŋkʏr] og ber en í tali frekar [strauŋkʏr] og þver. Um vestfirskan einhljóðaframburð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vestfirskur einhljóðaframburður er aðalviðfangsefni ritgerðarinnar. Framburður fólks úr Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslum sem tók þátt í Rannsókn á íslensku nútímamáli (RÍN) og síðar í Rannsókn á málbreytingum í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð (RAUN) er skoðaður. Meginathugun felst í því að kanna hvort einstaklingar geti breytt framburði sínum eftir því hvaða rannsóknaraðferðum væri beitt. Í RÍN og RAUN voru notaðar tvær aðferðir til að kanna framburð. Önnur aðferðin snerist um að lýsa myndum sem málhöfunum voru sýndar, en á myndunum voru hlutir þar sem mismunandi framburðareinkenna var að vænta. Hin aðferðin var svokölluð lestraraðferð, en þá eru málhafar látnir lesa texta. Þegar kannað er hvort málhafar geti breytt máli sínu við mismunandi aðstæður þarf að huga að innri breytileika máls.
    Mismunandi rannsóknaraðferðir geta kallað á mismunandi aðstæður. Þegar lestraraðferð er notuð er því haldið fram að málhafar geti í einhverjum skilningi áttað sig á því að verið sé að rannsaka þá. Þegar málhafinn er meðvitaður um að verið sé að rannsaka hann eru konur ólíklegri en karlar til þess að nota framburðinn sem nýtur minni virðingar. Viðhorf karla til framburðar, sem er sérkennandi fyrir heimahérað þeirra, eru almennt jákvæðari en viðhorf kvenna og því ættu karlar að nota framburðinn í meira mæli en konur þegar þeir eru meðvitaðri um að verið sé að kanna framburð þeirra.
    Meginniðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að karlar nota framburðinn í mun meira mæli en konur þegar notast er við lestraraðferð, en þennan sama mun er ekki að finna í hinum svokallaða eðlilega framburði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að aldur málhafa skipti miklu máli. Eldri málhafar voru mun líklegri til þess að ýkja framburð sinn í lestri en í tali. Mesti munurinn var hjá eldri körlunum en minnsta muninn var að finna hjá yngri konunum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-vor-2019- 10. maí 2019.pdf863.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ekkisvara@hi.is_20190510_171521.pdf197.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF