is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32898

Titill: 
  • Íslensk netverslun: Tækifæri í kjölfar stafrænnar tækniþróunar
  • Titill er á ensku Icelandic e-commerce: Opportunity in the wake of technological development
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja tækifæri íslenskra netverslana sem þær standa frammi fyrir í kjölfar stafrænnar tækniþróunar undanfarinna ára. Auk þess að skoða hversu ánægðir viðskiptavinir eru með kaup sín á netinu og tryggð viðskiptavina við netverslanir. Tryggðin var metin út frá því hvaða netverslun er efst í huga þeirra og hvaða netverslun þeir versluðu við síðast.
    Sú stafræna tækniþróun sem er fjallað um í ritgerðinni byggir á tæknibyltingu þegar snjallsímar, tölvur, smáforrit (app) og samfélagsmiðlar komu til sögunnar og netverslunum gafst tækifæri til þess að selja vörur í gegnum þau tæki. Í kjölfar þróunarinnar hefur verið lögð aukin áhersla á að byggja upp traust samband við viðskiptavini (Laudon og Traver, 2013). Til þess að kortleggja tækifæri netverslana er fjallað um tólin sem netverslanir geta nýtt sér og markaðsrannsókn framkvæmd til þess að kortleggja stöðu netverslana. Niðurstöðurnar ættu umsjónarmenn og starfsmenn netverslana að geta nýtt sér í starfi. Við framkvæmd rannsóknarinnar var spurningalista dreift og tölfræðiforritið SPSS (Statistical Package for the Social Science) var notað fyrir tölfræðilega úrvinnslu gagnanna.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að sterk jákvæð fylgni er milli þess að kaupendur sem eru ánægðir með kaup og þjónustu netverslana eru líklegir til þess að mæla með netversluninni við vini eða kunningja. Netverslanir ættu því að leggja áherslu á að tryggja jákvætt orðspor (word-of-mouth) meðal núverandi viðskiptavina. Það eru einnig tengsl milli þess hvaða netverslun er efst í huga viðskiptavina og hvaða netverslun þeir versluðu við síðast. Stafræn tækniþróun veitir íslenskum netverslunum möguleika til að miðla markaðsefni sínu á samfélagsmiðlum, þeir eru góð leið til þess að auka vitund á netversluninni og til þess að byggja upp traust samband við viðskiptavini. Netverslanir ættu að nota greiningartól á borð við Google Analytics til þess að kortleggja hegðun viðskiptavina sinna og mæla viðbrögð við markaðsáreiti. Gott greiningartól getur nýst vel til þess að hámarka árangur markaðsmiðlunar miðað við þann kostnað sem lagður er til. Stafræn tækni býður starfsmönnum upp á tækifæri til að rækta samband við viðskiptavini eftir kaupin. Samskiptin geta verið í gegnum samfélagsmiðla eða vefsíðu netverslunarinnar þar sem viðskiptavinum gefst kostur á tala við starfsmenn netverslunarinnar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing.pdf27.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS ritgerð - Bryndís Rún Baldursdóttir (002).pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna