is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/329

Titill: 
 • Verkleg kennsla eðlisvísinda á miðstigi í grunnskólum Akureyrar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Farið var í grunnskóla Akureyrar og kennarar á miðstigi sem kenna eðlisvísindi spurðir um kennsluna, viðhorf þeirra til námsins, menntun og reynslu. Þessir skólar eru: Oddeyrarskóli, Síðuskóli, Giljaskóli, Glerárskóli, Brekkuskóli og Lundarskóli. Tilgangurinn var að skoða kennsluefni og kennsluna sjálfa á miðstigi í samhengi við aðalnámskrá grunnskóla. Alls 29 kennarar kenna eðlisvísindi á miðstigi á Akureyri, 27 svöruðu spurningum.
  Helstu námssálarfræðikenningar kveða á um að 10-12 ára gömul börn þurfi verklega nálgun í námi sínu. Börn alhæfa út frá hlutbundinni reynslu sinni og ráða sjaldan við að leysa vandamál í huganum án þess að hafa reynslu af því. Börnum er ásköpuð rannsóknarhvöt og forvitni sem er driffjöður þroska þeirra. Það þarf að gefa börnum svigrúm til að athafna sig, þau læra mest af eigin tilraunum og mistökum. Þetta rökstyður mikilvægi verklegrar kennslu, börn læra mest af því að gera sjálf athuganir og tilraunir. Aðalnámskrá grunnskóla gerir miklar kröfur um verklega kennslu í eðlisvísindum í 5.-7. bekk. Nýjasta námsefni eðlisvísinda fyrir þetta aldursstig, Auðvitað bækurnar, gera ráð fyrir tilraunum og athugunum. Bækurnar eru að flestu leyti mjög góðar kennslu-bækur, aðgengilegar og aðlaðandi fyrir nemendur og kennara. Stærsti galli þeirra er þó hve lítið þær tengja saman stærðfræði og eðlisfræði sem eru tengd órjúfanlegum böndum og í þær vantar einföld dæmi.
  Kennarar miðstigs í grunnskólum Akureyrar nota allir Auðvitað bækurnar og virðast vera ánægðir með þær. Miðstig notar mjög takmarkað raungreinastofu til verklegrar kennslu eðlisvísinda þó að í nánast öllum skólum Akureyrar séu mjög vel útbúnar stofur til staðar. Almennt viðhorf kennara og skólastjórnenda virðist vera að miðstig þurfi ekki sérstaka verklega kennslu í eðlisvísindum. Ekki er um skort á aðstöðu að ræða heldur virðist vera takmarkaður skilningur á mikilvægi verklegrar kennslu eðlisvísinda á miðstigi.
  Ungir kennarar með kennaramenntun þar sem áhersla var lögð á raungreinar eru líklegastir til þess að kenna verkleg eðlisvísindi oftast. Þetta sýnir að efla þyrfti þátt raunvísinda í kennaranáminu og að nauðsynlegt geti jafnvel verið að sérmenntaðir fagkennarar kenni meira á miðstigi eins og tíðkast í reynd á unglingastigi.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
verklegk.pdf572.75 kBLokaðurVerkleg kennsla eðlisvísinda á miðstigi í grunnskólum Akureyrar - heildPDF
verklegk_e.pdf83.88 kBOpinnVerkleg kennsla eðlisvísinda á miðstigi í grunnskólum Akureyrar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
verklegk_h.pdf140.38 kBOpinnVerkleg kennsla eðlisvísinda á miðstigi í grunnskólum Akureyrar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
verklegk_u.pdf116.58 kBOpinnVerkleg kennsla eðlisvísinda á miðstigi í grunnskólum Akureyrar - útdrátturPDFSkoða/Opna