is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32900

Titill: 
 • Lífeyrissjóðir á almenna markaðinum: Skiptir val á lífeyrissjóði máli á hinum almenna markaði, þegar einstaklingar hafa frjálsa aðildarskyldu að lífeyrissjóði?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lífeyrissjóðir á hinum almenna markaði hafa verið í stöðugri uppbyggingu frá stofnun þeirra, árið 1969. Allir launþegar og einyrkjar eru skyldugir lögum samkvæmt að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. Réttindi lífeyrissjóða eru mismunandi og geta haft mikil áhrif á kjör launþega við starfslok. Launþegar geta verið skyldugir að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð eða notið frjálsrar aðildar og valið um lífeyrissjóð.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort skuldbinding launþega til að greiða í tilgreindan lífeyrissjóð, þá samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi eða eftir sérlögum, geti haft áhrif á kjör þeirra eftir starfslok. Ef kjarasamningur kveður ekki á hvaða lífeyrissjóð
  launþegi eigi að greiða í, velur viðkomandi sér sjóð eftir reglum sjóðanna.
  Ávöxtun lífeyrissjóða er lykilmælikvarði á getu sjóða til að greiða út lífeyri í samræmi við réttindatöflur lífeyrissjóðanna. Margir launþegar eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð þrátt fyrir að réttindaávinnsla sé ekki góð og sjóðurinn hafi ekki skilað viðunandi ávöxtun. Slík
  skuldbinding getur því skert ellilífeyriskjör launþegans til mikilla muna. Greint verður frá ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á árunum 1993-2017 sem er grunnur að öruggum greiðslum á ellilífeyri og niðurstöður túlkaðar út frá því.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að aðildarskylda getur haft neikvæð áhrif á lífskjör sjóðfélaga við starfslok. Má það m.a. rekja til þess að réttindaávinnsla og ávöxtun sjóðanna eru mjög mismunandi. Sjóðfélagar sem eru bundnir aðildarskyldu hafa ekki sama frjálsræðið og þekkist almennt hjá þeim sem njóta frjálsrar aðildar, t.a.m. svigrúmið sem þeim býðst við töku ellilífeyris.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EydisFreyjaGudmundsdottir-BSritgerd.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman,yfirlysing.pdf386.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF