is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32902

Titill: 
  • Jafningjamat: Þættir sem hafa áhrif á hönnun og gildi jafningjamats
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jafningjamat er gagnlegt verkfæri fyrir nemendur og kennara í skólastarfinu því með því er hægt að veita ítarlegri endurgjöf og stýra félagslegri hegðun. Notkun jafningjamats hefur þróast mikið á síðustu áratugum og er mikilvægt að gera grein fyrir breytum sem hafa áhrif á notkun þess. Í flestum tilfellum er hægt að hafa áhrif á þessar breytur og þar með hanna jafningjamat út frá þörfum nemenda og kennara. Rannsóknir hafa sýnt að í þeim tilfellum sem hönnun jafningjamats er sambærileg á milli áfanga er líklegra að það sé áreiðanlegra og auðveldara í notkun.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nemenda og kennara gagnvart þeim breytum sem hafa áhrif á hönnun og framkvæmd jafningjamats. Þá var einnig kannað hvort nemendur og kennarar teldu að sambærilegt jafningjamat á milli áfanga myndi auka áreiðanleika og gildi þess. Engar fyrri rannsóknir um viðhorf nemenda og kennara gagnvart þessum breytum fundust. Rannsóknin tekur þó mið af rannsóknum sem gera grein fyrir þeim breytum og markmiðum sem hafa áhrif á hönnun jafningjamats. Út frá þeim rannsóknum var gerð spurningakönnun sem snertir á þeim breytum sem hafa áhrif á jafningjamat og áreiðanleika þess. Megindleg spurningakönnun var lögð fyrir nemendur og kennara og voru þátttakendur alls 174.
    Niðurstöður sýna að það eru ákveðnar breytur sem skipta nemendur og þátttakendur mestu máli. Þau telja til að mynda mikilvægt að skriflegar röksemdir fylgi öllu jafningjamati og að það sé einstaklingsframlag frekar en hópframlag. Þá var einnig hægt að greina að nemendum og kennurum finnist mikilvægt að markmið jafningjamats sé að þróa færni einstaklings frekar en að dýpka þekkingu á námsefninu. Niðurstöður sýna einnig að nemendur og kennarar eru sammála því að sambærilegt jafningjamat á milli áfanga geti skilað sér í áreiðanlegra jafningjamati. Nemendur og kennarar telja þá að samræmt jafningjamat gæti verið auðveldara í notkun. Það gefur til kynna að ástæða sé til að miðstýra jafningjamati í þeim tilgangi að hámarka mögulegan ávinning þess.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Skemman - Davíð Ágúst Kúld Kristinsson.pdf219,58 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jafningjamat - Þættir sem hafa áhrif á hönnun og gildi jafningjamats - Lokaskil.pdf817,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna