is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32905

Titill: 
  • Hvatning vísindamanna á Landspítalanum: Hvað er það sem hvetur vísindamenn Landspítala áfram í rannsóknum og hvernig má betur koma til móts við vísindamenn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um hvatningu vísindamanna á Landspítala og viðhorf þeirra til vísindastarfs. Landspítali er stærsti spítali landsins og hefur það lögbundna hlutverk að sinna vísindum. Rannsóknarstarf hefur átt undir högg að sækja en samkvæmt skýrslu Nordforsk hefur verulega dregið úr tilvitnunum í rannsóknir á vegum spítalans. Hver svo sem skýringin kann að vera má draga þá ályktun að spítalinn hafi ekki náð að styðja nógu vel við vísindamenn og það vísindastarf sem stundað er. Markmið rannsóknar var að kanna hvað það er sem hvetur vísindamenn Landspítalans áfram í rannsóknum og fá hugmyndir af því hvernig betur má koma til móts við þennan hóp. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst við hálfopin viðtalsramma. Rætt var við forsvarsmenn öflugra rannsóknarhópa innan Landspítala og yngri vísindamenn einnig til að öðlast breiðari grunn og betri yfirsýn yfir breytileika hópsins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að viðmælendur séu drifnir áfram af innri hvötum og upplifi gleði og ánægju af rannsóknum. Viðmælendur virðast eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og þá von að geta hjálpað örðum. Þeim finnst starfið sitt mikilvægt en oft á tíðum vanmetið. Viðmælendum finnst hvetjandi að starfa í góðu teymi og stuðningur samstarfsaðila og yfirmanna er nauðsynlegur. Umhverfið og aðstæður skipta máli og vildu viðmælendur almennt sjá aukna áherslu á vísindin inn í starfsemi spítalans. Skilgreindur tími til vísinda og sameiginleg aðstaða fyrir rannsakendur voru talin atriði sem þarfnast bóta. Enn fremur bentu viðmælendur á að upplýsingaflæðið á spítalanum væri ekki nógu gott og bæta mætti þjónustuna sem spítalinn veitir vísindamönnum. Af þessu að dæma ætti spítalinn að leggja áherslu á umhverfi sem stuðlar að innri hvatningu til að auka vísindavirknina. Skapa þyrfti sameiginlegt starfsrými fyrir rannsakendur og búa þannig um hnútana að samskipti við stjórnendur og samstarfsaðila verði sem best getur. Loks væri mikilvægt að efla upplýsingagjöf í tengslum við vísindastarfið og reyna eftir fremsta megni að koma á skilgreindum tíma til vísindastarfa sem svo myndi stuðla að aukinni vísindamenningu og virkni.

  • Útdráttur er á ensku

    This study focuses on motivation of scientists at Landspítali University Hospital and their attitude towards scientific work. Landspítali is the country´s largest hospital and it has a statutory role in conducting science research. Researches have been declining and according to a report by Nordforsk, citations of research publications carried out by scientists at the hospital have significantly decreased. Whatever the explanation is it can be concluded that the hospital has not been able to support scientists and their work well enough. The aim of the study was to investigate what motivates scientists at Landspítali and to get ideas of how to better fulfill the needs of this group. A qualitative research method was used and it was based on a semi-open interview framework. Discussions were held with leaders of powerful research projects in Landspítali and younger researchers to gain a broader foundation and a better overview of the group´s variability.
    The main findings of this study indicate that interviewees are driven by inner motives and experience joy and satisfaction from research work. They seem to want to contribute to society and share the hope of helping others. They find their job important but often underestimated. Interviewees feel motivated to work in a good team, and support from partners and superiors is essential. The environment and work conditions are important and interviewees generally wanted to see increased emphasis on science into the hospital´s daily activities. Defined time for science work and joint facilities for researchers was considered something that needed improvements. Furthermore, the interviewees pointed out that the flow of information at the hospital was not good enough and the service provided by the hospital to scientists could be better. For this reason the hospital should focus on an environment that promotes internal motives to enhance science research. The hospital should create a joint environment for researchers, thus creating the best possible conditions to interact with managers and partners. Finally it would be important to increase information flow and try to get defined time for scientific work in the daily routine. That would then contribute to the enhancement of science culture and activity.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_ritgerd_es.pdf1,75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_es.pdf295,82 kBLokaðurYfirlýsingPDF