is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32906

Titill: 
  • Viltu peninga eða hrós?: Rannsókn á áhrifum hvata og persónuleika á starfsánægju starfsfólks í framlínuþjónustu Reykjavíkurborgar.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari var starfsánægja starfsfólks í framlínuþjónustu hjá þjónustuveri og þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar mæld. Auk þess var skoðað hvort hefðu meira vægi gagnvart starfsánægju, ytri eða innri hvatar. Að síðustu var lagður fyrir spurningalisti í tengslum við fimm þátta líkan sem greinir mismunandi persónuleika og leitast við að finna tengsl þeirra við starfsánægju. Þátttakendur voru 26, 23 konur og 3 karlar. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og lagðir fram spurningalistar, annars vegar könnun í tengslum við starfsánægju og hins vegar könnun í tengslum við persónuleika. Rannsóknin leiddi í ljós að starfsánægja mældist 143 stig að meðaltali hjá þátttakendum. Það flokkast undir stöðu sem þyrfti að vinna í og er rétt undir því sem telst ásættanlegt. Að sama skapi benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að innri hvatar vegi talsvert meira í stigagjöf varðandi starfsánægju en ytri hvatar. Ekki var um marktæka niðurstöðu að ræða varðandi tengsl persónuleika og starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð.pdf2.96 MBLokaðurYfirlýsingPDF
ValdimarSvavarssson_MSritgerð_mai2019.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna