is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32908

Titill: 
 • Innleiðing straumlínustjórnunar á Landspítala
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vinsældir straumlínustjórnunar (e. lean) hafa farið vaxandi síðustu áratugi og heilbrigðisstofnanir hafa í auknum mæli verið að aðlaga aðferðafræðina að starfsemi sinni. Árið 2011 hóf Landspítali innleiðingu straumlínustjórnunar en megin markmiðin voru að innleiða öfluga umbótamenningu með það að leiðarljósi að auka öryggi sjúklinga og minnka sóun. Að auki var lögð áhersla á það að menningin myndi breytast og áherslur í starfsemi og rekstri spítalans yrðu aðrar en verið hefðu. Í því fólst meðal annars að bæta starfsanda og samskipti starfsfólks, samþætta stjórnun og að virkja alla starfsmenn í breytingunum, sér í lagi framlínuna.
  Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig staðið var að innleiðingu straumlínustjórnunar á Landspítala og hvernig innleiðingin hefur gengið. Framkvæmd var bæði eigindleg rannsókn þar sem rætt var við fimm einstaklinga er komu að innleiðingunni sem og megindleg rannsókn þar sem sendur var út spurningalisti á 1000 starfsmenn Landspítala sem valdir höfðu verið af handahófi. Alls svöruðu 304 einstaklingar og svarhlutfall því 30,4%.
  Viðmælendur voru almennt frekar sáttir við hvernig staðið var að innleiðingunni. Þeir voru ánægðir með áherslubreytingar þar sem sjúklingurinn var settur í öndvegi og áhersla var á þátttöku starfsmanna og að minnka sóun. Viðmælendurnir töldu að mikil breyting hafi orðið á menningunni og að starfsfólk væri almennt tilbúnara í breytingar.
  Mikill meirihluti þátttakenda hafði heyrt talað um straumlínustjórnun og þekkti stefnu spítalans. Þeir þátttakendur sem farið höfðu á námskeið og/eða tekið þátt í verkefnum voru jákvæðari í garð innleiðingarinnar og líklegri til að vilja fá frekari fræðslu. Þessir þættir virðast því hafa áhrif á upplifun starfsmanna af árangri innleiðingarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  Lean has been gaining increasing popularity over the last decades and more and more health care services have been adopting the methodology to their operations. In 2011 Landspítali started their implementation of lean healthcare. Their main goal was to implement a powerful culture of continuous improvements to increase patient safety and eliminate waste. Landspítali also wanted to change the culture and the way the hospital was managed. With this Landspítali was going to improve staff morale and communications, integrate management and activate every employee in the change process, especially the front-line staff.
  The purpose of this research is to observe how the implementations of lean management was conducted and how the implementation has gone. The research was both qualitative, where five interviews were conducted with employees that were part of the implementation team and quantitative, where a questionnaire was sent to 1000 employees of Landspítali that were randomly selected. 304 employees answered the questionnaire and therefor the response rate was 30,4%.
  The interviewees were in general rather happy with how the implementation was conducted. They were also happy with the changes in management where the patient was put in the first place and focus was on employee participation and eliminating waste. The interviewees felt that there had been a great change in the culture and employees where in general more willing to change.
  The majority of participants in the questionnaire had heard of lean and knew the hospital´s strategy. Participants that had taken part in courses and/or in projects where more positive towards the implementation and more likely to want to know more about lean. These factors seemed to affect employee experience of the success of the implementation.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_Karen.pdf337.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Innleiðing straumlínustjórnunar á Landspítala.pdf2.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna