Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32909
Tilgangurinn með þessu verkefni er að finna út hvaða áhrif alþjóðleg umhverfismerki hafa haft á íslenskan veitingageira. Höfundur lagði af stað með það markmið að tala við stjórnendur í veitingageiranum sem reka veitingasölu sem hefur hlotið formlega alþjóðlega umhverfisvottun. Þegar verkefnið var unnið kom í ljós að mjög fáir aðilar í veitingageiranum hafa hlotið áreiðanlega alþjóðlega umhverfisvottun. Höfundur hafði samband við alla þessa aðila og gátu fjórir veitt viðtal til þess að ræða um áhrif alþjóðlegra umhverfismerkja á veitingageirann á Íslandi. Höfundur fann einungis einn aðila í veitingageiranum sem hafði hlotið vottun um að fylgja umhverfisstöðlum frá Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO. Í ljós kom að sá aðili var tilbúinn til að veita viðtal.
Samnorræna umhverfismerkið Svanurinn var mest notað í veitingageiranum á Íslandi þegar verkefnið var unnið.
Ein af niðurstöðum þessa verkefnis er að vinna þurfi í umhverfismálum í veitingageiranum og að kynna þurfi betur umhverfismerki og finna leið til að auka hvata fyrir aðila í veitingageiranum til að fá alþjóðlega umhverfisvottun.
Lykilorðin sem komu í ljós við vinnslu verkefnisins eru: umhverfismerki, flokkun, nýting, veitingageiri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sverre_Valtyr_yfirlysing.pdf | 291,53 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Sverre_Valtyr_Helgason_ BS_lokaverkefni_2019_Umhverfisvaenn___veitingageiri.pdf | 478,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |