is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32910

Titill: 
 • Jafnlaunavottun. Innleiðing, ávinningur, áskoranir og viðhorf þeirra sem hafa innleitt jafnlaunastaðalinn
 • Titill er á ensku The Equal Pay Standard Implementation, challenges, benefits and experiences of standardizing equal pay
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin fjallar um jafnlaunavottun sem var lögfest í ársbyrjun 2018. Ísland er fyrsta landið í heiminum, svo vitað sé, til þess að skylda fyrirtæki til þess að innleiða vottað jafnlaunakerfi og því þótti rannsakanda áhugavert að skoða efnið og bæta við þá þjóðfélagslegu umræðu sem hefur verið í samfélaginu um hvernig stjórnendur upplifa það að innleiða jafnlaunavottun.
  Rannsóknin er eigindleg rannsókn og tekin voru viðtöl við átta einstaklinga sem allir höfðu það sameiginlegt að hafa tekið þátt í eða stýrt innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þá áskorun og ávinning sem stjórnendur upplifðu ásamt viðhorfi þeirra til jafnlaunavottunar eftir að hafa innleitt jafnlaunastaðalinn.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að margvíslegur ávinningur skapast þegar fyrirtæki hlýtur jafnlaunavottun. Er þar helst að nefna betri yfirsýn yfir launauppbyggingu, meira gagnsæi, meiri samfélagsábyrgð, aukin starfsánægja, stolt meðal starfsmanna o.fl. Við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum geta komið upp ýmsar áskoranir og þarf sérstaklega að huga að breytingaferlinu, sjá til þess að nauðsynlegar auðlindir séu til staðar, eins og sérfræðikunnátta, innviðir fyrirtækisins, tækni og fjármagn. Viðmælendum þótti það nokkur áskorun að þekkja staðalinn vel, útfæra og flokka störfin ásamt því að setja viðmið og ákvarða vægi þeirra. Viðhorf viðmælenda til jafnlaunavottunar er almennt jákvætt og ýtir hún undir traust og ímynd fyrirtækisins.
  Rannsakandi vonar að rannsóknin geti verið gagnleg og haft gott upplýsingagildi fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem hyggja á jafnlaunavottun.

 • Útdráttur er á ensku

  This research report discusses the implementation of the Equal Pay Standard ÍST85:2012 in organizations. The Standard was legalized in the beginning of 2018 and Iceland was the first country to make an Equal Payroll system mandatory for public and private companies. The researcher considered it interesting to look at the subject and add to the social debate about how managers experience the implementation process of the Equal Pay Standard. Qualitative methodology was used for this study, which is primarily based on semi-structured, in- depth interviews with eight interviewees. The interviews were conducted in October and November 2018, and a precondition for participation was that all subjects had actual experience of implementing The Equal Pay standard in the organization that they worked for. The aim of the study was to shed light on the challenges , benefits and attitudes toward the Equal Pay Standard.
  The results of the study show various benefits gained when an organization receives Equal Pay Certification. These include improved overview of wage structure, increased transparency, greater social responsibility, job satisfaction and pride among employees. When implementing the Equal Pay Standard various challenges also arise in connection with the change process itself, such as ensuring that the necessary resources exist: expertise, organizational infrastructure, technology and funds. Interviewees considered it a considerable challenge to familiarize themselves adequately with the Standard itself, job classification was time-consuming, as well as setting criteria and determining their weight. They all had a generally positive attitude to what the Equal Pay Certification brings to the organization and also regarding trust and image.
  The researcher believes that the study can be beneficial and informative for those organizations that are going to implement a Equal Pay Standard, ÍST85:2012.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysingSKEMMAN.pdf263.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MSritgerðAB_lokaskil.pdf612.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna