en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32914

Title: 
  • Title is in Icelandic Malcolm Gladwell: Rokkstjarna eða rangfærslur? Hvert er hagnýtt gildi sjálfshjálparbóka sem eru viðskiptalegs eðlis?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þetta rannsóknarverkefni fjallar um tvær bækur rithöfundarins Malcolm Gladwell, Blink og Outliers. Rannsakað var hvaða lærdóm megi draga af bókmenntum sem blanda saman vísindum og frásagnarlist og fyrir hverja eru slíkar bækur skrifaðar? Þar sem efni rannsóknarinnar er frekar óhefðbundið kallaði það eftir öðrum rannsóknaraðferðum heldur en hinum hefðbundnu viðtölum eða úrvinnslu tölulegra gagna. Beitti því rannsakandi aðferðum innan eigindlegra rannsókna sem kallast fyrirliggjandi gögn og svo innihaldsgreining en slíkar aðferðir byggjast á úrvinnslu og greiningu gagna sem liggja fyrir á til dæmis veraldarvefnum og hinum ýmsu gagnasöfnum. Voru gögnin greind með rannsóknarspurninguna til hliðsjónar og leiddi sú greining ýmislegt í ljós.
    Áður en hægt var að hefjast handa við að svara rannsóknarspurningunni var fyrsta verk rannsakanda að skilgreina hvað felst í hugtakinu sjálfshjálp en eru bækur líkt og Gladwell skrifar einnig flokkaðar sem sjálfshjálparbækur. Bækur hans eru víðlesnar innan viðskiptaheimsins en þegar rætt er um sjálfshjálparbækur leitar hugurinn frekar til efna af andlegum toga. Var það hins vegar niðurstaða rannsakanda, með stuðningi við fyrirliggjandi rannsóknir félagsvísindamanna, að það er réttilega ákveðin sjálfshjálp fólgin í því að auka skilning sinn á flóknum rannsóknum, fá innsýn í ný hugðarefni og leggjast í sjálfskoðun á samskiptum sínum við aðra einstaklinga.
    Voru helstu niðurstöður þær að boðskapurinn þessa bókmennta er vel til þess fallinn að fá einstaklinga til þess að staldra við og hugsa um hegðun sína og daglegt líf á annan hátt en áður, sem og öðlast skilning á flóknum en mikilvægum niðurstöðum rannsókna. Slíka vitund geta flestir af öllum stigum samfélagsins nýtt sér bæði í leik og starfi, væntingastjórnun þegar tekist er á við nýtt verkefni, vera skapandi í lausnaleit og svo einfaldlega til ánægju og yndisauka sem er líka göfugt markmið.

Accepted: 
  • May 13, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32914


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Malcolm Gladwell. Gyða Hrund..pdf905.06 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman yfirlýsing Gyða Hrund.pdf1.48 MBLockedYfirlýsingPDF