is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32915

Titill: 
  • Selur kynlíf? Femínismi, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukning hefur orðið á kynferðislegum tengingum og nekt í auglýsingum síðastliðin ár en sitt sýnist hverjum um notkun og sýnileika þessara kynferðistenginga. Auglýsendur þurfa að vita fyrir hvaða hópa kynferðislegar tengingar eru áhrifaríkar og fyrir hvaða hópa þær ganga ekki. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif kynferðislegra tenginga í auglýsingum á viðhorf neytenda til auglýsinga og vörumerkja og hvort þau áhrif séu háð viðhorfi til femínisma eða kyni. Þátttakendum voru sýndar auglýsingar sem innihéldu mismunandi stig nektar og þeir síðan beðnir um að svara spurningum varðandi viðhorf sitt til auglýsinganna og vörumerkisins. Einnig voru þátttakendur beðnir um að meta viðhorf sitt til fullyrðinga um femínisma. Alls tóku 1349 manns þátt í könnuninni. Niðurstöðurnar gefa til kynna að neytendum upp til hópa virðist ekki líka kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Þeir sem hafa jákvætt viðhorf til femínisma eru neikvæðari gagnvart allri nekt í auglýsingum og gagnvart vörumerkjum sem nota nekt í auglýsingar sínar en þeir sem hafa neikvætt viðhorf til femínisma. Konur eru neikvæðari en karlar gagnvart nekt í auglýsingum og vörumerkjum sem nota nekt í auglýsingum sínum. Auglýsendum er því ráðið frá því að nota kynferðislegar tengingar í auglýsingar sínar vilji þeir ná til viðskiptavina sinna á árangursríkan hátt, sérstaklega ef markhópurinn hefur jákvætt viðhorf til femínisma eða er konur.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Soffía Halldórsdóttir.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna Soffía Halldórsdóttir kt. 2805763799.pdf566.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF