is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32918

Titill: 
  • Samanburður milli tveggja sýnameðhöndlunaraðferða fyrir mælingar sterahormóna með LC-MS/MS tækjabúnaði
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Útdráttur: 
  • Kortisól, kortisón, 17-OH-prógesterón (17-OHP) og andróstendíon eru flokkuð sem sterahormón. Öll sterahormón eru byggð af kólesteróli og gegna fjölda lífeðlisfræðilegra hlutverka.
    Kortisól hefur áhrif á margskonar efnaskiptaferli, þar á meðal myndun glúkósa frá amínósýrum og fitusýrum, og losun glýkógens í lifur. Kortisól kemur einnig við sögu við að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi og hefur bólgueyðandi og ónæmisbælandi áhrif. Kortisón er óvirkt niðurbrots efni kortisóls. Kortisón er mikið notað í læknisfræðilegum tilgangi og hefur margvísleg áhrif gegn sjúkdómum. Óeðlilegar niðurstöður kortisóls og kortisóns geta meðal annars bent til sjúkdóma líkt og nýrnabilunnar og Cushing heilkennis.
    17-OH-Prógesterón er prógestín hormón. Í konum myndast prógesterón í eggjastokkunum og nýrnahettum bæði kvenna og karla. 17-OHP kemur við sögu í umbreytingu kólesteróls yfir í kortisól.
    Andróstendíon er andrógen steri og getur ummyndast í útvefjum yfir í testósterón eða í estrógen. 17-OHP og andróstendíon mælingar eru mikilvægar fyrir greiningu og framvindu offramleiðslu andrógens sjúkdóma, aðallega greiningu sjúkdómsins Nýrnahettuauka.
    LC-MS tækjabúnaður hefur reynst nákvæmastur í mælingu sterahormóna og andrógena. Sýni eru keyrð í gegnum tækið í sérstökum ferðafasa í gegnum UPLC vökvaskilju, sýni fara þaðan í gegnum rafúðajónun þar sem þau eru jóníseruð og fara svo í gegnum gas til að koma þeim á gasform. Massagreinir mælir massa jónanna og gefur niðurstöður.
    Markmið rannsóknaverkefnisins er að yfirfæra núverandi sýnameðhöndlunaraðferð sem byggir á vökva-vökva útdrætti (LLE) yfir í vökva-vökva útdrátt á stöðufasa (SLE) og gilda SLE sýnameðhöndlunaraðferðina samkvæmt leiðbeiningum FDA (FDA guidlines bioanalytical method validation), EMA (Guideline Bioanalytical Method Validation – European Medicines Agency) og CLSI (C62-A LC-MS methods; Approved Guidlines). Mælingin er gerð á LC-MS tækjabúnað á rannsóknastofu Landspítalans í Fossvogi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að nýja vökva-vökva sýnameðhöndlunaraðferðin á stöðufasa (SLE) sýnir línulegt samband og engan tölfræðilegan mun frá niðurstöðum gömlu LLE sýnameðhöndlunaraðferðarinnar. Gilding SLE sýnameðhöndlunaraðferðarinnar gekk vel og allt er innan marka sem FDA, EMA og CLSI gefa út. Eftir framkvæmd þessarar rannsóknar hefur nýja SLE sýnameðhöndlunaraðferðin verið tekin upp á rannsóknarstofu Landspítalans.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplómaritgerðin.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf286.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF