is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32919

Titill: 
  • Er Seðlabanki Íslands áreiðanlegur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verðbólguvæntingar eru mótaðar af ýmsum þáttum. Í þessari ritgerð er fjallað um áhrifin sem breytingar á stýrivöxtum hafa á hagkerfið og sambandið milli verðbólguvæntinga og vaxtaleiðni skoðað. Minnst er á nokkrar aðferðir til að meta verðbólguvæntingar og líkan til að meta áreiðanleika verðbólguspár Seðlabanka Íslands verður tekið fyrir. Líkanið gengur út frá tilgátunni að heimilin hér á landi, eins og í öðrum löndum, myndi sér verðbólguvæntingar með því að einfalda heildarupplýsingar frá Seðlabankanum. Tilgátan sem felst í líkaninu er að heimilin skoði verðbólguspá Seðlabankans og dæmi hana út frá nákvæmni spárinnar, líkindum við fyrri spár og frávikum fyrri spáa frá verðbólgumarkmiði. Notast er við gögn um verðbólguvæntingar heimila, markaðsaðila og fyrirtækja sem finna má í Peningamálum, upplýsingariti Seðlabanka Íslands. Niðurstöður líkansins benda til að einungis líkindi og frávik hafi áhrif. Þessar niðurstöður eru svo notaðar til að búa til próf til að meta áreiðanleika verðbólguspár Seðlabankans frá sjónarhorni heimilanna. Með prófinu er hugsanlega hægt að útskýra hvers vegna heimili á Íslandi hafa gert ráð fyrir of mikilli verðbólgu, þ.e. meiri verðbólgu en raun varð á, og þar af leiðandi hugsanlega tekið rangar ákvarðanir í því ljósi. Heimilin mátu verðbólguna svona rangt þrátt fyrir að Seðlabankinn næði verðbólgumarkmiði sínu.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KariGunnlaugsson_Lokaritgerd.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_karig.pdf295.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF