is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32928

Titill: 
  • Gervigreind í markaðsstarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tækniframfarir í gagnagreiningu hafa gert markaðsstarf sífellt skilvirkara. Megin markmið gagnagreininga er að komast nær því að skilja þarfir og vilja viðskiptavina og spá fyrir um hegðun þeirra. Ný tækni í þessum greiningum hefur gert markaðsfólki kleift að vita meira um sína viðskiptavini og þar af leiðandi verður markaðsstarf skilvirkara fyrir vikið. Nýjasta tæknin í gagnagreiningu er gervigreind og hefur hún orðið vinsælli með hverju árinu í markaðsstarfi. Þróunin hefur verið sú að sífellt vinsælla er að nota gervigreind í gagnagreiningu sem styðst við vélrænt nám. Nýjar útgáfur af þessum forritum notast oft við sjálfstæða þjálfunaraðferð vélræns náms þar sem kerfið vinnur sjálfstætt að niðurstöðu gagnanna. Þessi kerfi hafa verið talsvert gagnrýnd þar sem erfitt getur verið að finna út hvernig gervigreindin fær niðurstöðurnar, þar af leiðandi getur verið erfitt að treysta þeim.
    Gervigreind mun ekki taka yfir markaðsstarf í náinni framtíð þar sem tæknin er ekki komin á þann stað að geta unnið sjálf án aðstoðar manneskjunnar. Áherslur í markaðsstarfi munu þó líklega breytast með aukinni notkun gervigreindar þar sem sífellt mikilvægara verður fyrir markaðsstjóra að hafa þekkingu á gagnavísindum. Þurfa þeir þó að passa upp á að sköpunin og hin hefðbundnu markaðsfræði gleymist ekki í gagnaflóðinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að black box vandi gervigreindar sé eitthvað sem mikilvægt er að leysa. Einnig er áhyggjuefni hversu algengt er að nýta tæknina í markaðsherferðir til skamms tíma í stað þess að nýta hana í að öðlast frekari skilning á viðskiptavinum til þess að geta þjónað þeim betur.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing-bja.pdf286,43 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Gervigreind í markaðsstarfi-lokaskil2.pdf557,77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna