is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32933

Titill: 
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Draumur eða veruleiki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og með tækninýjungum og breyttum starfsháttum hafa skilin milli vinnu og einkalífs orðið óljósari. Einstaklingar í dag eru margir sítengdir vinnunni í gegnum snjallsíma sem gerir þeim erfitt að skilja vinnuna eftir þegar farið er af vinnustaðnum. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði þegar rannsakandi var í tölvupóstssamskiptum við leiðbeinanda á sunnudagsmorgni og fór að velta fyrir sér af hverju hann væri að svara tölvupóstinum á þessum tíma. Af hverju leyfa sumir sér að loka á tölvupóstinn seinnipartinn og um helgar en aðrir ekki? Samfélagið í dag er óþolinmótt og vill skjót viðbrögð en á kostnað hvers? Getur þetta stöðuga áreiti ef til vill leitt til kulnunar í starfi?
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna jafnvægi milli vinnu og einkalífs og útskýra hugtök og þætti því tengdu. Kennarar sækjast áberandi meira í starfsendurhæfingu en aðrar háskólamenntaðar stéttir og upplifa mikið vinnuálag. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig jafnvægi milli vinnu og einkalífs er hjá starfsfólki Háskóla Íslands í Viðskiptafræðideild og hvort það hefur áhrif á starfsánægju. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð. Niðurstöður sýna að starfsmenn bera virðingu fyrir hver öðrum en stuðningur stjórnenda þyrfti að vera meiri. Einnig kom í ljós að þátttakendur upplifa að takmarkað tillit sé tekið til þeirra þegar kennsla og önnur verkefni sem þeir að sinna eru skipulögð. Þeir þættir sem mældust sterkastir í þessari rannsókn var smitálag einkalífs á vinnu sem sýnir að þátttakendur láta einkalíf ekki trufla vinnuna. Þátttakendur vinna langa vinnudaga og upplifa mikið vinnuálag og hafa takmarkaðan tíma fyrir annað en vinnuna. Þrátt fyrir það virðist það ekki hafa slæm áhrif á starfsánægju. Meirihluti þátttakenda eru ánægðir í starfi sínu í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og er sveigjanleiki, langur starfsaldur og virðing samstarfsfélaga og stjórnenda meðal annars þættir sem ýta undir starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jafnvægi milli vinnu og einkalífs -Lokaskil.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing.jpg133.65 kBLokaðurJPG