is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32935

Titill: 
  • Áhrif gengisbreytinga á afkomu í sjávarútvegi til lengri og skemmri tíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegur á Íslandi hefur löngum verið á milli tannana á fólki og þá ekki síður eftir innleiðingu kvótakerfisins á níunda áratugi síðustu aldar. Ótal greinar hafa verið gefnar út er varða sjávarútveginn og hafa flestir fletir hans verið skoðaðir ítarlega. Oftar en ekki er talað um sjávarútveginn og gengi íslensku krónunnar í sömu andrá og er þá sérstaklega rætt um áhrif gengis hennar á rekstur sjávarútvegsfélaga.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrif gengisbreytinga á afkomu í sjávarútvegi, bæði til lengri og skemmri tíma. Í ritgerðinni er mestmegnis notast við gögn um rekstraryfirlit sjávarútvegsfélaga frá 1997 til 2017 sem aðgengileg eru inni á vef Hagstofunnar. Í framhaldi af því er erlendur hluti aðfanga og afurða metinn ásamt sundurliðuðum áhrifum gengisbreytinga á tekjur og kostnað í greininni. Loks eru áhrif gengisbreytinga á afkomu metin með aðferð minnstu kvaðrata.
    Niðurstöður benda til þess að þegar skoða á samband gengis íslensku krónunnar og afkomu í sjávarútvegi sé lykilatriði hvort horft sé til lengri eða skemmri tíma. Þegar til skemmri tíma er litið fæst sú niðurstaða að svo lengi sem afkoma er jákvæð mun gengishækkun leiða til aukinnar afkomu, bæði að nafnverði og sem hlutfall af tekjum. Þegar horft er til lengri tíma skiptir hins vegar lykilmáli hver gengislekinn er. Samkvæmt niðurstöðum úr tölfræðimatinu fæst að ef gengið hækkar mun afkoma í greininni aukast til skamms tíma en með minnkandi áhrifum.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_PalmiEyjolfsson_Final.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_skemman.pdf324.71 kBLokaðurPDF