is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32937

Titill: 
 • Hvað er málið með þennan iPhone? Hvað veldur því að neytendur velja iPhone fram yfir aðra síma?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það vakti áhuga rannsakanda þær sterku skoðanir sem iPhone eigendur virðast hafa á símanum en í þessari rannsókn verður fjallað um kauphegðun neytenda, hvað það er sem hefur áhrif á hana, vörumerki, mörkun og vörumerkjatryggð. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hvað veldur því að neytendur velja iPhone fram yfir aðra síma?
  Til að komast að niðurstöðum var framkvæmd eigindleg rannsókn og í henni fólst að taka viðtöl við fimm einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að eiga iPhone. Annars vegar var það kannað hvað fékk þá til að kaupa iPhone í fyrsta sinn og hins vegar hvað fær þá til að kaupa hann aftur og aftur.
  Við greiningu viðtalanna komu í ljós tvö þemu, tæknilegir eiginleikar og vörumerkið. Eftir frekari greiningu kom í ljós að vörumerkjatryggð er helsta ástæða þess að neytendur velja iPhone fram yfir aðra síma. Til að mynda voru allir viðmælendur tilbúnir að borga meira fyrir iPhone en aðra síma. Hvatinn til að kaupa iPhone í fyrsta sinn kom frá vinum og vandamönnum sem lofsama símann. Einnig má segja að síminn hafi verið í tísku þegar viðmælendur keyptu sinn fyrsta iPhone og getur það verið annar áhrifaþáttur.
  Í framtíðinni væri áhugavert að endurtaka rannsóknina fyrir þá sem eiga Android síma. Einnig væri áhugavert að rannsaka báða hópa og bera þá saman.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað er málið með þennan iPhone - Lokaskil.pdf990.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.06 MBLokaðurYfirlýsingPDF