is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32938

Titill: 
 • Kynbundin skattlagning á Íslandi: Áhrif sérstaks skattaafsláttar á atvinnuþátttöku giftra kvenna á Íslandi á 20. öld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á fyrrihluta 20. aldar skattlögðu flest vestræn ríki hjón sameiginlega. Margir töldu það ósanngjarnt fyrirkomulag og á síðari helming aldarinnar tóku einhver ríki upp sérsköttun hjóna þess í stað. Skattlagning hjóna á Íslandi felur í sér meiriháttar frávik frá þessari almennu þróun því á árunum 1958-1978 var giftum konum veittur sérstakur skattaafsláttur þannig að 50% af launatekjum þeirra var frádráttabær frá skatti. Umræddur skattaafsláttur lækkaði jaðarskatt sem giftar konur á Íslandi stóðu frammi fyrir og samkvæmt almennt samþykktum hagfræðikenningum ætti fyrirkomulagið að hvetja giftar konur til þátttöku á vinnumarkaði. Eftir að afslátturinn var afnuminn tóku Íslendingar upp blandað form sér- og samsköttunar hjóna. Skattkerfisbreytingar af því tagi þar sem horfið er frá samsköttun yfir í sérsköttun hjóna hafa fengið mikla umfjöllun í fræðiheiminum en þó hafa áhrif afsláttarins á atvinnuþátttöku á Íslandi ekki verið kannaðar. Markmið þessarar ritgerðar er að bæta þar úr.
  Möguleg áhrif afsláttarins voru rannsökuð með því að bera saman breytingar í atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi eftir hjúskaparstöðu yfir tímabilið 1920-2000. Til þess að greina áhrifin var mismunur á atvinnuþátttöku giftra og ógiftra kvenna kannaður fyrir og eftir að afslátturinn var veittur. En til þess að leiðrétta fyrir heildarþróun í atvinnuþátttöku á Íslandi og aukningu í atvinnuþátttöku giftra kvenna á heimsvísu voru breytingar einnig kannaðar í samanburði við Bandaríkin, Svíþjóð og Kanada.
  Fyrstu óleiðréttu niðurstöður gefa til kynna að afslátturinn hafi aukið atvinnuþátttöku giftra kvenna um 10 prósentustig. En þegar leiðrétt er fyrir heildarþróun í þátttöku kvenna á vinnumarkaði fékkst mun hóflegri niðurstaða. Áhrif
  afsláttarins í samanburði við Svíþjóð, Bandaríkin og Kanada voru 3,3, 4,7 og 1,7 prósentustig í áðurnefndri röð.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsc-gunnar-klart.pdf742.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.gunnar.pdf411.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF