en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32941

Title: 
 • Title is in Icelandic „Að taka plássið“. Reynsla íslenskra kvenstjórnenda af hindrunum og möguleikum við framvindu í starfi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Undanfarin ár hafa umræður um kvenstjórnendur á íslenskum vinnumarkaði vakið mikinn áhuga og meiri umfjöllun en áður. Markmið þessarar rannsóknar var að kynnast reynslu íslenskra kvenstjórnenda af hindrunum og möguleikum við framvindu í starfi. Rannsóknarspurningin var : „Hver er reynsla íslenskra kvenstjórnenda af hindrunum og möguleikum við framvindu í starfi?“ Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til þess að svara rannsóknarspurningunni þar sem tekin voru viðtöl við fimm kvenstjórnendur í íslenskum fyrirtækjum. Lykilhugtök rannsóknarinnar voru: Leiðtogar, kvenleiðtogar, starfsþróun og jafnrétti. Viðtölin voru greind samkvæmt greiningaraðferð fyrirbærafræðinnar þar sem markmiðið var að komast að kjarna (e. essence) sem endurspeglar reynslu kvennanna.
  Sameiginleg lárétt reynsla og upplifun kvenstjórnenda eða þemu lykilhugtakanna sem birtust rannsakanda voru: Sá sem býr yfir reynslu og er sanngjarn (Leiðtogar), treysta á sjálfan sig og taka plássið (Kvenleiðtogar), byggja upp gott orðspor og hafa ástríðu (Starfsþróun) og róttækar breytingar eru oft leiðin að jafnvægi (Jafnrétti). Þegar upplifun kvenstjórnenda af framvindu í starfi er skoðuð benda niðurstöður til þess að þær hafi ekki fundið fyrir hindrunum í formi kynjamisréttis á sínum ferli. Reynslan og upplifun þeirra sýnir að gott orðspor og reynsla í starfi skiptir miklu máli til þess að komast hærra upp valdastigann. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að mögulega sé búið að ryðja ákveðna leið fyrir kvenstjórnendur í æðstu stöður.
  Eftir greiningu viðtala við þátttakendur rannsóknarinnar samkvæmt greiningaraðferð fyrirbærafræðinnar kom kjarninn (e. essence) í ljós: Ástríða. Reynsla og upplifun kvenstjórnenda við framvindu í starfi byggist því fyrst og fremst á því að hafa ástríðu fyrir starfinu.

Accepted: 
 • May 13, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32941


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir - Lokaskjal.pdf665.62 kBOpenComplete TextPDFView/Open
60062174_366085390780883_2046105909960114176_n.pdf.jpg638.56 kBLockedYfirlýsingJPG