is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32946

Titill: 
 • Kynjamiðuð nálgun í vímuefnameðferð: Hver er staðan á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er hugmyndafræðin sem liggur að baki kynjamiðaðri nálgun í vímuefnameðferð.
  Hugmyndin um sérstakar meðferðarþarfir kvenna spratt fram í kjölfar rannsókna á áhrifum kyns á heilsufar, út frá líffræðilegum, andlegum og félagslegum þáttum.
  Fjallað er um hvað rannsóknir segja um árangur kynjamiðaðrar meðferðar og reynt verður að leggja mat á hvort slík nálgun sé höfð að leiðarljósi í vímuefnameðferð á Íslandi, með því að skoða heilbrigðisstefnu í þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga og meðferðarúrræði sem í boði eru. Jafnframt verður fjallað um áhrif áfalla á heilsufar og áfallamiðaða nálgun, en það er náskylt hugmyndum um kynjamiðaða nálgun í meðferð.
  Vímuefnaröskun er í senn flókinn heilbrigðis- og félagslegur vandi og mæta félagsráðgjafar einstaklingum með vímuefnavanda á fjölbreyttum starfsvettvangi sínum og eru oft fyrstir til að koma að málum fólks með vímuefnavanda. Snemmtæk íhlutun félagsþjónustu getur dregið úr fjölda þeirra sem þróa með sér skaðlegt neyslumynstur. Það er eitt af meginhlutverkum félagsráðgjafar að vinna bug á hvers kyns félagslegum vanda.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_BA_2502902339.pdf474.83 kBLokaður til...20.05.2080PDF
kristín eva yfirlýsing.pdf673.11 kBLokaðurPDF