is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32947

Titill: 
 • Eigið fé. Yfirlit yfir helstu reikninga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eigið fé er hluti af fjármagnsskipan félaga og getur verið verulegur hluti af efnahagsreikningi þeirra. Um meðferð eigin fjár er fjallað í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.
  Meðal eigin fjár standa ýmsir reikningar eins og hlutafé, lögbundinn varasjóður og óráðstafað eigið fé og eru þeir annars vegar bundnir eða hins vegar óbundnir í félagi. Bundnir reikningar eru trygging lánardrottna fyrir því ef rekstur félags fer í þrot þá hafi þeir eitthvað til að ganga að upp í kröfur sínar. Óbundnir reikningar eru hins vegar lausir fyrir hluthafa til að greiða sér út arð.
  Hlutafé er gjarnan stór hluti eigin fjár en það, ásamt yfirverðsreikningi hlutafjár, segir til um hversu mikið fé hluthafar hafa lagt til félags. Hlutafé hlutafélaga þarf samkvæmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög að vera að lágmarki fjórar milljónir króna og þurfa félög einnig að leggja fé í lögbundinn varasjóð, sem er notaður til að standa straum af erfiðleikum sem félög geta orðið fyrir, uns hann nemur einum fjórða af hlutafé. Ýmsar breytingar eru heimilar á hlutafé, bæði til hækkunar og lækkunar, og eru þeim gerð skil í ritgerðinni.
  Óráðstafað eigið fé er einnig verulegur hluti eigin fjár, en á það flyst rekstrarafkoma félags ár hvert. Þá er tilvist óráðstafaðs eigin fjár aðalforsenda arðgreiðslna félaga og er þeim heimilt að úthluta öllu því fé sem þar stendur til hluthafa sinna.
  Félög eiga samkvæmt lögum nr. 3/2006 um ársreikninga að sundurliða breytingar á eigin fé þeirra á liðnu ári og er það gert með eiginfjáryfirliti sem er sérstakur kafli í ársreikningum þeirra.
  Fjárfestar nota gjarnan svokallaðar kennitölur til að bera saman og meta félög, og byggja nokkrar þeirra á eigin fé eða liðum sem standa meðal þess.
  Í ritgerðinni er farið yfir helstu reikninga sem standa meðal eigin fjár, hvers vegna þeir myndast og til hvers þeir eru.

Samþykkt: 
 • 13.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eigið fé. Yfirlit yfir helstu reikninga - Sigurður Steinar Jónsson.pdf417.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf288.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF