is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3295

Titill: 
 • Eru þjónustukannanir nothæft tæki til að meta gæði í heilsugæslu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknarefni: Rannsóknin fjallar um gæðamat í heilsugæslu, sérstaklega hvort þjónustukannanir séu gott tæki til að meta gæði í heilsugæslu.
  Fjallað er um hvers vegna brýn þörf er talin fyrir gæðaeftirlit.
  Samkvæmt áætlun íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum og lögum um sjúkratryggingar er stefnt að því að taka upp gæða- og árangursmat í auknum mæli og því er talið mikilvægt að skoða helstu aðferðir sem notaðar hafa verið og reyna að leggja mat á þær.
  Rannsóknaraðferð: Þar sem fjölmargar þjóðir hafa reynslu af þjónustukönnunum og öðrum aðferðum við gæðamat þótti heppilegt að beita margprófun og byggja á skrifum úr ritrýndum tímaritum.
  Fjallað er um stefnu stjórnvalda, skilgreiningu á hugtakinu gæði og framkvæmd kannana. Þá er fjallað um hvort hægt sé að nota sömu aðferðir hjá þjóðum með mismunandi heilbrigðiskerfi og menningu. Einnig er reynsla og þróun meðal annarra þjóða skoðuð og aðrar aðferðir við gæðamat. Farið er yfir stöðuna í gæðamálum á Íslandi og fjallað um kannanir í heilsugæslu hér á landi.
  Niðurstaða: Þjónustukannanir virðast í fyrstu heppileg aðferð til að meta gæði og koma til móts við óskir sjúklinga í skipulagi þjónustu. Við rannsókn kemur í ljós að erfitt er að gera réttmætar og áreiðanlegar kannanir. Fjöldi utanaðkomandi þátta sem erfitt er að hafa stjórn á virðist geta haft áhrif á niðurstöður. Að auki virðist sem þær hafi lítil áhrif haft til breytinga samkvæmt óskum sjúklinga og að þær geti jafnvel stuðlað að ójafnræði þar sem hinir veikustu bera skarðan hlut frá borði. Þótt umfangsmiklar og dýrar þjónustukannanir hafi verið gerðar í um það bil áratug virðast ekki vera til gagnreyndar rannsóknir sem sýna fram á að þær hafi áhrif.

Samþykkt: 
 • 31.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjana_Kjartansdottir_forsida_fixed.pdf80.1 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Kristjana_Kjartansdottir_meginmal_fixed.pdf38.05 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna