en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32951

Title: 
 • Title is in Icelandic Opinber nýsköpun: Hvernig geta stjórnvöld stuðlað að frekari nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Nýsköpun hefur hlotið mikið brautargengi í daglegri sem og fræðilegri umræðu á undanförnum árum. Sú þekking sem fyrirfinnst um nýsköpun snýr þó að mestu leyti að einkageiranum. Fræðileg umfjöllun um opinbera nýsköpun hefur verið af skornum skammti þó svo að hún hafi aukist upp á síðkastið. Lítið er vitað um stöðu nýsköpunar hjá opinberum vinnustöðum á Íslandi og er þessari rannsókn ætlað að dýpka þá þekkingu sem og færa fram tillögur að úrbótum fyrir hið opinbera. Rannsóknin er unnin út frá niðurstöðum samnorrænu könnunarinnar „Nýsköpunarvogin“ sem lögð var fyrir opinbera vinnustaði hér á landi.
  Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að mikill meirihluti opinberra vinnustaða á Íslandi eru nýskapandi. Það sem einkennir nýskapandi opinbera vinnustaði frá öðrum eru helst fjórir þættir: þeir eru líklegri til að feta ótroðnar slóðir þó svo að það feli í sér áhættu, vinna ávallt kerfisbundið að því að læra af mistökum, vinna kerfisbundið að því að finna og notast við nýjar lausnir frá öðrum og athuga kerfisbundið hvort lausnir þeirra virka. Opinberir vinnustaðir á landsbyggðinni eru ólíklegri til þess að hafa innleitt nýsköpunarverkefni og eru eftirbátar þegar kemur að öllum þeim þáttum sem einkenna nýskapandi opinbera vinnustaði. Næstum allir þeir opinberu vinnustaðir sem stundað höfðu nýsköpun sögðu síðasta nýsköpunarverkefni hafa skapað aukið virði. Aðkoma starfsfólks að nýsköpunarverkefninu er sá þáttur sem ýtti mest undir verkefnið en takmarkað fjármagn hafði mest hamlandi áhrif.
  Þrátt fyrir að mikil nýsköpun eigi sér stað hjá opinberum vinnustöðum kölluðu þátttakendur eftir meiri samvinnu á milli vinnustaða og út fyrir stjórnsýsluna. Þeir vildu meiri fræðslu og kennslu, auðveldara aðgengi að upplýsingum og aukið fjármagn. Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar telur höfundur m.a. að nauðsynlegt sé að ráðast í uppsetningu á miðlægum samstarfsvettvangi opinberrar nýsköpunar. Þar gætu opinberir vinnustaðir nálgast fræðslu- og kennsluefni um nýsköpunarvinnu og innleiðingu nýsköpunarverkefna. Verkefnastofur og námskeið sem haldin yrðu vítt og breitt um landið gætu komið enn frekar til móts við opinbera vinnustaði sem hallar á.

Accepted: 
 • May 13, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32951


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman_yfirlysing 1.pdf257.16 kBLockedYfirlýsingPDF
Opinber nýsköpun - Hvernig geta stjórnvöld stuðlað að frekari nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum - Turnitin og Skemman.pdf2 MBOpenComplete TextPDFView/Open