is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32955

Titill: 
  • Sjálfspróf; er markaður fyrir slíkt á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vönduð markaðsáætlun er undirstaða velgengni fyrirtækja og með henni geta fyrirtæki einbeitt sér að því að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina sinna. Markmið þessarar ritgerðar var að útbúa markaðsáætlun fyrir Ice Medica ásamt því að svara spurningunni um hvort markaður væri fyrir sjálfspróf hér á landi. Leitast var eftir að greina núverandi stöðu Ice Medica á markaði ásamt því að fara yfir ákjósanlega markhópa. Til þess að fá betri innsýn á stöðu Ice Medica var tekið viðtal við annan eiganda fyrirtækisins, Tjörva Guðjónsson. Framkvæmd var megindleg rannsókn með spurningarlista sem birtur var á netinu. Alls voru 477 manns sem svöruðu könnuninni og þar af voru 346 marktæk svör. Helstu niðurstöður sýndu að meira en helmingur þátttakenda voru líklegir til að nota öll þrjú prófin sem spurt var um, það er klamydíupróf, þvagfærasýkingapróf og kólesterólpróf. Einnig kom í ljós að meira en helmingur svarenda vissu ekki af tilvist prófanna og því þarf Ice Medica að vinna öflugt kynningarstarf og efla markvissa markaðssetningu. Þá sýndu niðurstöður að þeir sem áður hafi fengið þann sjúkdóm, smit eða sýkingu sem sjálfsprófið greinir, eru líklegri til að nota prófin. Athugað var hvort bæði aldur eða kyn skipti máli þegar kemur að notkun sjálfsprófa. Niðurstöður sýndu að álykta megi að aldur skipti máli þegar kemur að notkun prófanna ásamt því að sýna að konur eru líklegri en karlar til þess að nota sjálfspróf fyrir klamydíu og þvagfærasýkingu. Hins vegar eru konur og karlar bæði jafn líkleg til að nýta sér kólesterólprófið.

Samþykkt: 
  • 13.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð Lokaskil.pdf705.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing um meðferð.pdf686.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF