Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32958
Traust og trúverðugleiki eru mikilvægar forsendur fyrir skilvirkum hlutafjár¬markaði. Til þess að hægt sé að ná fram trausti fjárfesta verða leikreglur að vera skýrar og fjárfestar varðir fyrir markaðsmisnotkun með skilvirku eftirliti. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna skilvirkni íslensks hlutafjármarkaðar með tilliti til viðskipta innherja. Í ritgerðinni er farið yfir gildandi lög og reglur um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun sem útlistaðar eru í lögum nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti. Tilgreint er hverjir falla undir skilgreininguna á innherja og hvað flokkast sem innherjaupplýsingar. Til frekari skýringar á löggjöf um innherjaviðskipti eru nefnd nokkur dómafordæmi þar sem aðilar hafa verið dæmir fyrir innherjasvik með því að nýta sér innherjaupplýsingar til ná fram ávinningi á kostnað annarra fjárfesta. Þá er farið yfir fræðilega skilgreiningu á skilvirkni markaðar og á ólíkum stigum skilvirkni.
Framkvæmd er atburðarannsókn þar sem metið er hvort umframávöxtun verður í kjölfar tilkynningar um viðskipti innherja. Farið er yfir aðferðafræði við atburðarannsókn þessa og helstu takmörkunum hennar gerð ítarleg skil. Til grundvallar rannsóknarinnar er greining á atburðum tengdum innherjaviðskiptum sem flokkaðir eru ýmist sem jákvæðir, neikvæðir eða hlutlausir atburðir. Með tilliti til tegundar atburða er loks kannað hvort hlutabréfaverð taki marktækum breytingum í kjölfar viðskipta innherja, annaðhvort til hækkunar eða lækkunar.
Niðurstöður gefa skýra vísbendingu um jákvæða umframávöxtun í kjölfar jákvæðs atburðar og neikvæða umfram¬¬¬ávöxtun í kjölfar neikvæðs atburðar. Það er greinilegt að fjárfestar horfa til viðskipta innherja og túlka viðskiptin sem nýjar upplýsingar. Slíkt leiðir til þess að hlutabréfaverð þróast með öðrum hætti en ef atburður hefði ekki átt sér stað. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun á íslenskur hlutafjármarkaður sé ekki sterkt skilvirkur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif innherjaviðskipa_Johanna_Gudmundsd.pdf | 4.88 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlysing_Johanna_Gudmunds.pdf | 145.39 kB | Locked | Yfirlýsing |