is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32961

Titill: 
  • Fjarvinna, munaðarlaust fyrirbæri? Uppruni, þróun og staða fjarvinnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á uppruna, þróun og stöðu fjarvinnu á Íslandi. Til að gera það var litið á fræðilega umræðu, fyrirliggjandi skýrslur, rannsóknir og umræðu í fjölmiðlum. Á sama tíma leitaðist höfundur við að svara tveimur spurningum um þróun hugtaksins og stöðu þess hér á Íslandi. Niðurstöðurnar eru skýrar. Fjarvinna getur verið gagnleg leið fyrir stjórnendur til að gefa starfsmönnum betra jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Fjarvinnustörf geta stuðlað að jákvæðri byggðaþróun og gefið háskólamenntuðu fólki möguleika á að gegna draumastarfinu sínu hvar á landinu sem það kýs að búa. Jafnframt gefur fjarvinna fyrirtækjum tækifæri til að ráða það sérhæfða starfsfólk sem það vantar, óháð búsetu. Þannig hagnast allir á því að fjarvinna sé í boði í fyrirtækjum hvort sem um ræðir höfuðborgarsvæðið eða á landsbyggðinni.
    Hugtakið fjarvinna kom til á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og hefur þróast og breyst í takt við tækniframfarir síðustu fjóra áratugi. Það virðist ekki hafa fest rætur á Íslandi fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar. Ritgerð þessi sýnir að stöðnun er á fyrirbærinu fjarvinna, bæði í umræðu og framkvæmd hér á Íslandi og hefur það vart náð að fara frá kenningu yfir í framkvæmd. Vitaskuld vinna fjölmargir landsmenn heiman að frá sér á hverjum degi án þess að það sé mælt. Stjórnvöld vilja stuðla að jákvæðri byggðaþróun og hafa oftar en einu sinni haft fjarvinnustörf sem verkefnismarkmið í byggðaáætlunum. Þrátt fyrir það vantar eftirfylgni og sérstaklega framkvæmd. Margt bendir því til þess að fjarvinna sé munaðarlaust fyrirbæri hér á landi.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf291.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF
KristinHalfdanardottir.pdf501.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna