en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32963

Title: 
  • Title is in Icelandic Hagur og óhagur þess að starfa sjálfstætt. Reynsla fólks sem starfar sjálfstætt á íslenskum vinnumarkaði
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Íslenskur vinnumarkaður hefur þróast ört síðustu ár ekki síst vegna hnattvæðingarinnar og tækniþróunar. Störf fólks eru að breytast og fleiri ráðningarform að ryðja sér til rúms sem hefðbundnar vinnumarkaðsmælingar ná ekki utan um. Til eru rannsóknir á upplifun og reynslu fólks sem starfar fyrir opinber fyrirtæki og í einkageiranum en lítið hefur verið fjallað um upplifun og reynslu þeirra sem eru sjálfstætt starfandi eða í óhefðbundnum ráðningarformum. Það er mikilvægt að rannsaka bæði hag og óhag þeirra sem starfa sjálfstætt enda njóta þeir ekki verndar hefðbundinna ráðningarsamninga og búa við minni réttindi. Ekki síst vegna þeirra bresta sem hafa komið í ljós síðustu ár á íslenskum vinnumarkaði og varða til dæmis vinnumansal, gerviverktöku, og ólöglega sjálfboðaliðastarfsemi.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu fólks sem starfar sjálfstætt á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknin var eigindleg og byggð á hálfopnum viðtölum við sjö einstaklinga, fimm konur og tvo karla. Öll hafa þau reynslu af því að starfa sjálfstætt á íslenskum vinnumarkaði og sum þeirra má telja að séu í óhefðbundnum ráðningarformum.
    Niðurstöður sýndu að þau áttu það flest sameiginlegt að kunna vel að meta sveigjanleika sem fylgir því að starfa sjálfstætt, ráða verkefnum sínum og hafa stjórn á vinnuframlagi sínu. Þau fundu einnig flest til mjög mikillar starfsánægju en upplifðu einnig mikið óöryggi í starfi og höfðu óskýra sýn á framtíðina.Niðurstöðurnar gefa einnig skýra vísbendingu um að þeir sem starfa sjálfstætt þurfi meiri stuðning í samskiptum við verkkaupa og fyrirtæki, en mörg íslensk stéttarfélög hafa síðustu ár aukið við þjónustu sína við þennan hóp félagsmanna.

  • The Icelandic labour market has developed quickly for the recent years because of globalization and technological development. Jobs are changing and more types of jobs surfacing that conventional statistics about the labour market have not been able to measure. There is a lot of research on the experience of people that work for public institutions and for the private sector but few on the experience of independent workers or those on the atypical labour market. It is important to research both the advantages and disadvantages of independent workers because they are not protected by conventional employment contracts and have less rights. Also in light of flaws that have surfaced for the last years in the Icelandic labour market, for instance trafficking, bogus self-employment and illegal volunteer work. The aim of this study was to learn about the experience of independent workers in Iceland.
    The research is carried out with qualitative method, with semi-structured interviews with seven individuals, five women and two men. All of them which had experience of working independently in Iceland and some of them in atypical jobs.
    The findings show that the majority of those interviewed appreciate the flexibility that comes with independent work, to manage their work and to exert control over their work activities. Most of them experienced great job satisfaction but also experienced insecurity and a lack of vision of their future. The findings also clearly point to the need of support for independent workers in dealing with contractors and companies but a few Icelandic unions have recently helped independent workers that they assume that have had their rights violated.

Accepted: 
  • May 14, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32963


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir.pdf828,19 kBOpenComplete TextPDFView/Open
PRENTQ_IR-1-3h_1321_001.pdf66,28 kBLockedYfirlýsingPDF