is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32968

Titill: 
  • Næsta skref. Þekkingarstjórnun hjá Sundsambandi Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þekking er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja svo ekki sé verið að finna upp hjólið aftur og aftur. Þekkingarstjórnun er notuð til þess að búa til ferli svo hægt sé að halda í þekkingu þeirra sem eru innan fyrirtækisins. Rannsóknarspurningin var í takt við þekkingarstjórnun og var svohljóðandi: Er þekkingin sem skapast hjá afrekssundmönnum á þeirra ferli ásamt öllum þeim sem koma að sundi á Íslandi nýtt til áframhaldandi velgengni?
    Eigindleg aðferðafræði var notuð við gerð rannsóknarinnar og tekin voru tólf viðtöl. Þegar rannsakandi hóf ritgerðarsmíðarnar var lagt upp með að skoða eingöngu þekkingu afrekssundmanna en síðar kom í ljós hvað öll þekking innan sundhreyfingarinnar er mikilvæg og tók hún þá óvænta en skemmtilega stefnu. Það skiptir ekki máli hvaða þekkingu við erum að tala um, það er jafn mikilvægt að störf skrifstofufólksins séu skráð niður eins og afrekssundmannanna sjálfra. Vildi því rannsakandi breikka hópinn og skoða einnig stjórnarmenn, foreldra, dómara, starfsmenn og alla þá sem koma að sundinu á einhvern hátt. Allir viðmælendurnir tengdust sundi á einn hátt eða annan og voru þeir valdir með fjölbreytileika í huga til þess að reyna að fá innsýn í sem flest sjónarmið innan sundheimsins.
    Niðurstöðurnar benda til að ekki sé nægilega mikið gert til þess að halda í þekkingu þeirra sem eru innan Sundsambandins en viljann við verkið vantar ekki.
    Höfundur vill í framhaldi af þessari rannsókn hjálpa Sundsambandinu að koma upp góðu þekkingarstjórnunarferli svo þekking þeirra sem eru innan sambandsins haldi ekki áfram að hverfa.
    Að lokum vonast rannsakandi til að þessi lesning verði skemmtileg og uppbyggjandi fyrir áframhaldandi starf Sundsambandsins og vonast til að fleiri sérsambönd á Íslandi fylgi eftir og skoði hvernig þekkingarstjórnun gæti nýst þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    Knowledge is one of the most important resources companies must protect to avoid reinventing the wheel. Knowledge management is a process tool, used to keep the knowledge that exists within the company. The research question alongside knowledge management is best asked as:
    Is the Icelandic swimming knowledge base that is accumulated during the careers of professional swimmers, staff and volunteers, used for continuing success?
    Qualitative methodology was used during the research and total of twelve interviews were conducted. When the researcher started the process, the plan was to only look at the professional swimmers, but later realized that the accumulation of knowledge within the swimming federation all has relevance. So, the data took a surprising but interesting direction.
    Whether the knowledge base came from the swimmer themselves or written in office by staff- we found that all knowledge was equally important. Because of this observation, the researcher wanted to make the group bigger and also look at the board members of the federation, parents, judges, employees and everyone who is connected to Iceland swimming, in one way or another. All the interviewees were connected to swimming in one way or another as they were chosen with diversity in mind to get a better insight within the swimming community in Iceland.
    The results indicated that not enough action is taken to keep the knowledge within the Icelandic swimming community, but the willingness of helping and effort is surely present. The researcher wants to follow up with the Icelandic swimming federation to come up with a strong knowledge management process so the knowledge of the people within the federation will not continue to dissolve.
    Finally, the researcher hopes that the experiment will be fun and constructive in a positive way for the swimming federation, and hopes that more federations within the Olympic committee of Iceland will follow and look how knowledge management can help them out.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Næsta skref. Þekkingarstjórnun hjá Sundsambandi Íslands.pdf1,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð stafræns eintaks.pdf2,88 MBLokaðurYfirlýsingPDF