is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3297

Titill: 
  • Áhrif bankahrunsins á ímynd íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er mat á því hvaða áhrif bankahrunið haustið 2008, hafði á ímynd íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða. Í ljósi þess að mikil óvissa ríkir á íslenska bankamarkaðnum í kjölfar bankahrunsins er áhugavert að skoða ímynd bankanna meðal viðskiptavina þeirra. Fyrirmyndin að þessari rannsókn eru rannsóknir Þórhalls Guðlaugssonar dósents sem voru unnar frá árinu 2004 til ársins 2009. Tíu staðhæfingar voru settar fram sem eiga að meta jákvæða og neikvæða eiginleika ímyndar. Skoðuð voru viðhorf ólíkra hópa og athugað hvort þessir hópar skynji ímynd bankanna á ólíkan hátt. Rannsóknarsniðið var megindleg aðferð og var spurningalisti sendur út á vefformi og dreifður með svokölluðu hentugleikaúrtaki. Þátttakendur könnunarinnar voru 566. Eftir að gagnaöflun lauk var unnið úr svörunum samkvæmt aðferðafræði vörukorta og niðurstöður birtar á myndrænu vektorformi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ímynd bankanna hafi beðið hnekki og traust viðskiptavina til bankanna hafi minnkað. Nokkur munur er á viðhorfi viðskiptavina hvers viðskiptabanka og sparisjóðs fyrir sig, þar sem viðskiptavinirnir tengja sinn banka jákvæðari eiginleikum en aðra banka. Niðurstöðurnar sýna þó að bankahrunið hafi engin áhrif haft á tryggð viðskiptavina til bankanna. Rannsóknin sýnir jafnframt fram á að miðað markaðsstarf hefur haft góð áhrif á staðfærslu og ímynd bankanna. Hafa ber í huga að staðfærsla verður ekki mæld í eitt skipti fyrir öll og mikilvægt er að gera reglubundnar mælingar ef niðurstöður eiga að nýtast sem skildi. Rannsóknin varpar ljósi á viðhorf viðskiptavina bankanna og getur gefið haldbærar upplýsingar um ímynd bankanna sem eru stjórnendum mikilvægar við enduruppbyggingu á ímynd þeirra. Helstu takmarkanir á rannsókninni eru þær að skipting viðskiptavina á milli bankanna var ójöfn og svarhlutfall kvenna var jafnframt mun hærra en karla. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefur rannsóknin góðar upplýsingar um ímynd íslenskra viðskiptabanka og sparisjóða. Ástæða er til að ætla að bankarnir geti með tímanum bætt ímynd sína með faglegu markaðsstarfi og miðun á rétta markhópa með skýrri framtíðarsýn sem endurspeglast í stefnu og markmiðum fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 31.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lovisa_Ahrif_bankahrunsins_fixed.pdf2.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna