is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32970

Titill: 
  • Hvaðan kom virðisaukaskatturinn? Saga og þróun sölu- og virðisaukaskatts á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að rekja sögu virðisaukaskatts á Íslandi þar sem fjallað verður um mikilvæga hornsteina í þróun hans, auk þess að gera stuttlega grein fyrir þeim breytingum sem hann gæti orðið fyrir á næstu árum.
    Í upphafi er fjallað stuttlega um þróun forvera virðisaukaskattsins, söluskattinn, og ástæður fyrir niðurfellingu hans. Á eftir því er virðisaukaskatturinn tekinn fyrir, þar sem er greint frá þeim eðlisþáttum sem aðgreina hann frá forverum sínum, og þróun skattsins er rakin. Þá er einnig greint frá þeirri gagnrýni sem virðisaukaskatturinn hefur sætt á undanförnum árum, og hvort raunsætt sé að bæta úr þeim göllum sem kunna að einkenna hann. Þar á eftir er horft út fyrir landsteinana, þar sem er fjallað stuttlega um þær útfærslur á virðisaukaskatti sem OECD-ríkin hafa sett fram, og hvernig þær hafa reynst ríkissjóðum þeirra í öflun tekna í samanburði við hinn íslenska. Að lokum er minnst á ýmis álitamál sem hafa komið upp varðandi breytingar á skattinum. Niðurstöðurnar eru þær að virðisaukaskatturinn sé ákjósanlegri kostur heldur en söluskatturinn – enda léttir hann skattbyrði lágtekjuhópa til muna, og mismunar ekki jafn mikið gagnvart ólíkum atvinnugreinum og mörkuðum. Rannsóknarspurningin er: hvernig hefur virðisaukaskatturinn bætt úr göllum söluskattsins?

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvaðan kom virðisaukaskatturinn - Lokaskil.pdf708.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf220.31 kBLokaðurFylgiskjölPDF