is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32973

Titill: 
  • Um upplýsingagjöf fyrirtækja með áherslu á framsýnar og ófjárhagslegar viðbótarupplýsingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Upplýsingagjöf fyrirtækja hefur verið í stöðugri þróun frá því að menn fóru að stunda viðskipti sín á milli. Með tilkomu félagaformsins með takmarkaðaábyrgð, þ.e. hlutafélög og einkahlutafélög, jókst þörfin fyrir upplýsingar. Ástæðan var einkum sú að eigendur hlutabréfa þurfa að fá upplýsingar um árangur rekstrarins og fjárhagslega stöðu hans. Með tilkomu félaga með takmarkaða ábyrgð. Megin tilgangur ársreikninga er að veita skilgreindum notendum sínum upplýsingar sem þeir geta nýtt við ákvarðanatöku.
    Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar felast í því að skoða mismunandi flokka upplýsinga og gera grein fyrir því afhverju fyrirtæki veita framsýnar upplýsingar í auknum mæli. Einnig verður skoðað hvaða kröfur um framsýnar upplýsingar eru í íslenskum lögum og hvort þær séu í samræmi við alþjóðaskuldbindingar Íslands ásamt því að fjallað verður um IFRS 9 og hvort innleiðing hans hafi áhrif á upplýsingakröfur annarra fyrirtækja.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um fræðileg hugtök sem tengjast ársreikningum og öðrum upplýsingum. Einnig verður fjallað um mismunandi tegundir upplýsinga sem fyrirtæki veita. Þá verða skoðuð sérstök raundæmi um afmarkaða upplýsingagjöf í ársreikningum fjögurra fjármálafyrirtækja.
    Í skýrslu stjórnar eiga að koma fram ákveðnar ófjárhagslegar og fjárhagslegar upplýsingar skv. IV. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Kaflinn á rót sína að rekja til Evrópuréttar og því eru ákvæði íslensku laganna borin saman við tilskipanir Evrópusambandsins í ritgerðinni. Samanburðurinn leiddi í ljós að ekki er fullt samræmi milli IV. kafla laga nr. 3/2006 og ársreikninga tilskipunar 2013/34/ESB.
    Fjallað er um nýjan reiknisskilastaðal IFRS 9 um fjármálagerninga sem tók gildi 1. janúar 2018. Í innleiðingu hans fólust veigamiklar breytingar á því hvernig fjármálafyrirtækjum ber að færa virðisrýrnun á útlánasafn sitt. Skv. IFRS 9 ber fjármálafyrirtækjum að færa virðisrýrnun útlána m.v. vænt tap en ekki raunverulegt tap útlána eins og áður var. Þeirri spurningu er velt upp hvort í þessu felist að gera þurfi auknar kröfur til annarra fyrirtækja sem þiggja lán hjá bönkunum til þess að veita framsýnar viðbótarupplýsingar.
    Að lokum eru dregnar ályktanir af umfjöllunarefninu og komið fram með tillögur að úrbótum. Tillögurnar felast einkum í því að endurskoða IV. kafla um skýrslu stjórnar í ársreikningalögunum. Einnig er fjallað um annarskonar skýrslugjafir og þá kosti sem þeim fylgja.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru einkum þær að vægi framsýnna viðbótarupplýsinga, bæði fjárhagslegra og ófjárhagslegra er að aukast.
    Lögbundnar kröfur um framsýna upplýsingagjöf er einkum að finna í IV. kafla laga nr. 3/2006 um ársreikninga. 65. gr. og 66. gr. ársreikningalaga eru bæði torskilin og óaðgengileg og ekki í nógu góðu samræmi við ársreikningatilskipun Evrópusambandsins nr. 2013/34/ESB.
    Með innleiðingu IFRS 9 hefur framsýnum upplýsingum verið gefið aukið vægi. Því er mikilvægt að samræmi sé milli IV. kafla ársreikningalaganna og tilskipunar Evrópusambandsins.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð lokaeintak skilað í skemmu.pdf520,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
rán yfirlýsing.pdf143,87 kBLokaðurPDF