is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32975

Titill: 
  • Titill er á ensku Sustainable energy development in Iceland: stakeholders’ perspectives
  • Sjálfbær orkuþróun á Íslandi: viðhorf hagsmunaaðila
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    A new energy paradigm, sustainable energy development (SED), focuses on renewable energy sources, energy security, environmental protection and the affordability and accessibility of energy, with the overall aim of enhancing human well-being. Stakeholders often possess information and knowledge that prove valuable when defining new policies or making decisions regarding energy development. In addition, their involvement can enhance society’s acceptance of these processes by promoting increased transparency. The Icelandic energy system is currently faced with many challenges and different trajectories of energy development. It is important to consider sustainability in the development of the country’s energy future, not least to ensure the welfare of future generations. The objective of this research is to gain insight into the perspectives of stakeholders regarding SED in Iceland. Individual interviews and focus group meetings with 27 stakeholders to the Icelandic energy system were conducted from October 2017 to February 2018. The interviews were analyzed in accordance to the methods of grounded theory. The main results of this study indicate that according to stakeholders, there are eight key elements of SED in Iceland. These are informed decision-making, energy security, renewable energy, equal access to electricity, sensible energy consumption, social cohesion, environmental responsibility and economic efficiency. These findings are largely in line with the international literature on SED, but certain elements are special to Iceland, underlining that SED is nation specific and not easily compared to other countries. This study provides valuable insights into the perspectives of stakeholders regarding SED in Iceland and its results may benefit national and regional authorities, companies, institutions and organizations conducting in policy- and decision-making regarding energy development in Iceland.

  • Sjálfbær orkuþróun miðar að því að stuðla að velsæld til handa jarðarbúum með því að leggja áherslu á endurnýjanlega orkugjafa, orkuöryggi, náttúruvernd, orkuaðgengi og viðráðanlegt orkuverð. Hagsmunaaðilar búa oft á tíðum yfir upplýsingum og þekkingu sem reynist verðmæt þegar marka á nýjar stefnur eða taka ákvarðanir er varða orkuþróun. Auk þess getur þátttaka þeirra í þessum ferlum stuðlað að auknu gagnsæi og aukið líkurnar á því að útkomunni verði vel tekið í samfélaginu. Í dag stendur íslenska orkukerfið frammi fyrir mörgum áskorunum og mismunandi þróunarleiðum. Nauðsynlegt er að hafa sjálfbærni að leiðarljósi þegar orkuframtíð landsins er mótuð, ekki hvað síst til að tryggja velferð komandi kynslóða. Með þátttöku hagsmunaaðila er hægt að upplýsa ákvarðanatökuhafa um hverjar þessar leiðir eru og hverjar þeirra eru besti kosturinn þegar kemur að sjálfbærni. Markmið þessa meistaraverkefnis er að fá innsýn í viðhorf hagsmunaaðila þegar kemur að sjálfbærri orkuþróun á Íslandi. Einstaklingsviðtöl og rýnihópafundir með samtals 27 hagsmunaaðilum að íslenska orkukerfinu fóru fram á tímabilinu október 2017 - febrúar 2018. Viðtölin voru greind í samræmi við aðferðir grundaðrar kenningar. Helstu niðurstöður gefa til kynna að samkvæmt hagsmunaaðilum eru átta atriði sem einkenna sjálfbæra orkuþróun á Íslandi. Þessi atriði eru upplýst ákvarðanataka, orkuöryggi, endurnýjanleg orka, jafnt aðgengi að raforku, skynsöm orkunotkun, samfélagssátt, umhverfisleg ábyrgð og efnahagsleg hagkvæmni. Þessar niðurstöður eru að mestu leyti í samræmi við alþjóðlegar rannsóknir á einkennum sjálfbærrar orkuþróunar, en ákveðin atriði virðast sérstök fyrir Ísland. Þetta undirstrikar að sjálfbær orkuþróun er einstök í hverju landi fyrir sig og því ekki auðvelt að bera hana saman við önnur lönd. Rannsókn þessi veitir mikilvæga innsýn í viðhorf hagsmunaaðila varðandi sjálfbæra orkuþróun á Íslandi og niðurstöður hennar geta nýst lands- og svæðisyfirvöldum, fyrirtækjum, samtökum og stofnunum við stefnumótun og ákvarðanatöku er varðar sjálfbæra orkuþróun á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta_Steingrimsdottir_Masters_Thesis.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Birgitta_Steingrimsd.pdf322.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF