is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32977

Titill: 
  • Framtíð reiðufjár: Áhrif fjártækninýjunga á framtíð greiðslumiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greiðslumiðlun er ein af undirstöðum viðskipta, án hennar geta viðskipti ekki átt sér stað. Greiðslumiðlun getur tekið á sig mismunandi form, allt frá því að vera reiðufé, yfir í rafrænar lausnir á borð við millifærslur eða greiðslukort. Miklar breytingar eru nú á markaði greiðslumiðlunar og gæti svo farið að reiðufé, ein elsta greiðslumiðlun nútímasamfélags líði undir lok.
    Reiðufé hefur í gegnum tíðina gegnt veigamiklu hlutverki í viðskiptum. Einfaldleikinn sem fylgir reiðufé hefur tryggt stöðu þess á markaði greiðslumiðlunar í gegnum aldirnar. Ýmsar tækniþróanir, þá sérstaklega á seinni árum, hafa sótt að reiðufé sem þó stendur enn. Hlutfall peninga í formi seðla og myntar er nú einungis um 5-10% af öllum peningum í heiminum. Stærsti hluti peninga eru rafrænar innistæður. Eftirspurn eftir reiðufé dróst mikið saman við tilkomu kredit- og debetkorta og er nú spurningin hvort enn frekari samdráttur verði nú þar sem markaður greiðslumiðlunar er að gangast undir miklar breytingar með tilkomu fjártækni og opnunar bankakerfisins. Mun reiðufé eins og við þekkjum það í dag, seðlar og myntir, hverfa eða mun það taka á sig aðra mynd og hvernig mun það hafa áhrif á það fjármálakerfi sem við þekkjum í dag?

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 2019.pdf620.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg279.31 kBLokaðurYfirlýsingJPG