is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32978

Titill: 
  • Flug og fiskur: Áhrif flugframboðs á útflutning ferskra sjávarafurða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar stór aukins áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi jókst flugframboð til og frá landinu verulega. Með því hafa myndast tækifæri fyrir útflutning á ferskum sjávarafurðum. Þannig opnuðust nýjir markaðir fyrir íslenskan fisk. Einn slíkur markaður er Kanada sem var áður óaðgengilegur sökum fjarlægðar og strjálla ferða.
    Markmið þessarar ritgerðar var að greina hvort að skamm- og langtíma samband sé á milli útflutnings ferskra sjávarafurða frá Íslandi og brottfara frá Keflavíkurflugvelli, bæði var notaður heildarútflutningur ferskra sjávarafurða frá Íslandi og útflutningur ferskra sjávarafurða til Kanada. Til að greina langtímasambandið var notast við aðferð Johansen fyrir samþættingu og Granger orsakasamband til að greina skammtímasambandið. Að lokum voru viðbragðsföll metin til að lýsa hvernig aðlögun að jafnvæginu á sér stað.
    Niðurstöðurnar sýna fram á að samþáttunarsamband sé á milli útflutnings ferskra sjávarafurða og brottfara frá Keflavíkurflugvelli, bæði fyrir heildarútflutning og til Kanada. Einnig var sýnt fram á einhliða Granger orsakasamband á milli heildarútflutnings og brottfara frá Keflavíkurflugvelli. Það gefur til kynna að brottfarir stuðli að auknum útflutningi ferskra sjávarafurða. Það var ekki sýnt fram á Granger orsakasamband fyrir kanadíska markaðinn en ein möguleg skýring á því er hversu nýr markaðurinn er og þar af leiðandi voru fáir gagnapunktar notaðir við gerð rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_ritgerð.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf376.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF