is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3298

Titill: 
 • Svörun Óseyrarbrúar við Suðurlandsskjálftanum 2008
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í maí 2008 reið jarðskjálfti að stærð 6,3 Mw yfir Suðurland með upptök á milli Selfoss og
  Hveragerðis. Óseyrarbrúin, sem liggur yfir ós Ölfusár, skemmdist í jarðskjálftanum og er það markmið þessa verkefnis að skoða svörun brúarinnar í skjálftanum og skoða ástæður skemmdanna. Tölvulíkan var gert af brúnni í forritinu SAP2000. Tvær ólínulegar greiningaraðferðir voru notaðar: Annars vegar hefðbundin ólínuleg greining sem er bein tegrun jafnvægislíkinga og hins vegar hraðvirk ólínuleg greining þar sem stuðst er við sveifluform urðarvirkisins.
  Aðferðunum bar ágætlega saman. Einnig var framkvæmd línuleg svörunarrófsgreining á
  brúnni þar sem ólínuleg svörun jarðskjálftalega er nálguð með jafngildri línulegri stífni og deyfingu. Töluverður munur var á línulegu og ólínulegu aðferðunum svo að tæplega er hægt að mæla með línulegri greiningu á brú af þessari gerð nema við forskoðun.
  Niðurstöður allra aðferðanna passa vel við þær skemmdir sem urðu á brúnni. En
  skemmdirnar urðu á einingum sem áttu að takmarka láréttar færslur brúardekksins. Einnig sást að markmiðum um minni sniðkrafta í brúardekki nást ekki með því legukerfi sem er til staðar.
  Með endurhönnun á brúnni var sýnt fram á að hægt er að nota eingöngu blýgúmmílegur til
  einangrunar á brúnni. Með því að stilla stífni leganna eftir áslægum krafti í legum, vegna eiginálags, hreyfist brúardekkið sem ein heild og sniðkraftar verða minni en fyrir
  endurhönnun.

Samþykkt: 
 • 31.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magni_Hreinn_Jonsson_fixed.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna