is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32982

Titill: 
 • Þjónandi forysta og líðan í starfi: Viðhorf starfsmanna á öldrunarheimilum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf til þjónandi forystu (e. servant leadership) og vellíðan í starfi meðal starfsfólks öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Þættir sem skoðaðir voru til að meta vellíðan voru starfsánægja, sjálfræði í starfi og kulnun í starfi. Rannsóknin var framkvæmd með rafrænni spurningakönnun. Helstu mælitæki voru Servant Leadership Survey (SLS) sem mælir vægi þjónandi forystu hjá næsta yfirmanni, Maslach burnout inventory (MBI) sem mælir kulnun í starfi og spurningar varðandi sjálfræði fengnar úr QPSnordic. Þátttakendur voru starfsmenn öldrunarheimila Akureyrar í mars 2019. Niðurstöður sýna að starfsfólk öldrunarheimila Akureyrarbæjar upplifir næsta yfirmann sinn sýna frekar mikla þjónandi forystu. Meirihluti þátttakenda (70%) telja sig almennt nokkuð eða mjög ánægða í starfi, um 40-60% þátttakenda upplifa sjálfræði í starfi og svör 72% þátttakenda eru þannig að þeir sýna engin eða lítil merki um kulnun í starfi. Marktæk tengsl mældust milli þjónandi forystu og allra þátta sem skoðaðir voru til að meta vellíðan í starfi og er það í takt við niðurstöður fyrri rannsókna. Niðurstöður gefa vísbendingar um að styðja þurfi enn frekar við starfsánægju og sjálfræði í starfi og að leggja áherslu á forvarnir kulnunar. Líklegt má telja að heillavænlegt væri að mannauðsstjórnun öldrunarheimila Akureyrarbæjar notaðist við hugmyndafræði þjónandi forystu til að styðja við vellíðan starfsfólks með áherslu á að efla þá þætti sem sýndu jákvæð tengsl við vellíðan í þessari rannsókn. Rannsóknin gefur innsýn í mat á þjónandi forystu og líðan starfsmanna á öldrunarheimilum Akureyrar og jákvæð tengsl þar á milli en þar sem um er að þversniðskönnun með fáum þátttakendum er ekki möguleiki að yfirfæra niðurstöður á aðra hópa. Fáar rannsóknir liggja fyrir sem skoða þjónandi forystu og líðan starfsmanna á öldrunarheimilum og engin sambærileg rannsókn hefur verið birt hér á landi, því getur þessi rannsókn verið framlag til þróunar þekkingar á sviðinu.
  Lykilorð: Þjónandi forysta, starfsánægja, sjálfræði, kulnun í starfi, öldrunarheimili

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the study was to assess perception of servant leadership by staff working in nursing homes in Akureyri and its link to job satisfaction, job autonomy and burnout. The study was conducted with an online survey. Measuring instruments were Servant Leadership Survey (SLS) measuring participants' attitudes to their next superior, Maslach burnout inventory (MBI), questions from QPSnordic measuring job autonomy and a single item job satisfaction question. Participants were nursing home staff that were employed in Akureyri March 2019. Main results show that staff in nursing homes in Akureyri perceives servant leadership of their next superior being rather high. Majority of participants report being rather or very satisfied with their job (70%), 40-60% of participants report to have job autonomy and 70% of participants report having no or limited symptoms of burnout. Significant correlation was found between servant leadership and all variables measuring wellbeing at work and this is in line with findings from previous research. The findings indicate a need to further support job satisfaction and job autonomy and to further focus on burnout prevention. There are reasons to believe that servant leadership could serve well as an inspiration for the human resource management in the nursing homes in Akureyri to enhance wellbeing at work with focus on supporting those factors showing positive link to wellbeing at work in this study. The study sheds light on the perception of servant leadership and wellbeing at work in nursing homes in Akureyri and the link between, but given the cross-sectional design and limited number of participants it is not possible to generalize to a wider population. Limited research is available about servant leadership and wellbeing at work among staff in nursing homes and no similar study has been published in Iceland, therefore this study has the potential to contribute to knowledge development in the field.
  Keywords: Servant leadership, job satisfaction, job autonomy, burnout, nursing homes

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Anna Rut - Þjónandi forysta og líðan í starfi.pdf4.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_AnnaRut.pdf198.21 kBLokaðurPDF