is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32986

Titill: 
 • Er menntun metin til launa á Íslandi? Munur á þróun og stærð launaábata háskólanáms hér á landi og erlendis
 • Titill er á ensku Do wages reflect education in Iceland? The difference in college premium size and trend in Iceland and other countries
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Menntun er mikilvæg fyrir samfélög og þegna. Ef samfélög búa ekki yfir þjálfuðu mannafli geta þau ekki búið yfir sjálfbærri þróun. Menntun hefur einnig áhrif á hagvöxt og tækniþróun. Ekki var alltaf vitað um mikilvægi menntunar í þessu samhengi en alla síðustu öld byrjaði almenn menntun að aukast gífurlega bæði hérlendis sem og erlendis. Fyrr á öldum var mjög sjaldgæft að búa yfir menntun á háskólastigi og aðeins brot af mannafla landa bjuggu yfir þeim forréttindum að hafa slíka menntun.
  Við vitum nú að menntun er ábatasöm fyrir samfélagið í heild, en hvað græðir einstaklingurinn á því að fjárfesta í menntun? Við menntun getur fólk almennt séð átt von á hærri launum og hafa rannsóknir einnig sýnt að störf sem krefjast menntunar séu líklegri til að búa yfir hærri vexti launa með hækkandi starfsaldri og reynslu.
  Mælikvarði sem notaður hefur verið til að reikna ábata menntunar kallast háskólapremía eða menntapremía. Þessi premía mælir muninn á tekjum einstaklinga með lága menntun og þeirra sem hafa háa menntun. Mikill vöxtur hefur verið í þessum launamun í Bandaríkjunum og öðrum þróuðum löndum áratugina fyrir aldamót og hefur þessi umræða verið tíð þar í löndum, til að mynda var premía í Bandaríkjunum 48% árið 1981 en var komin upp í 97% árið 2005. Mikinn hluta þessarar hækkunar má rekja til tækniframfara og minnkunar á vexti framboðs háskólamenntaðra. Hér á landi hefur þessi umræða einnig sprottið upp og nýlega hefur athyglinni verið beint að því að hér sé launamunurinn mjög lítill og menntun ekki metin til fjár sem skyldi. Til samanburðar var ábati þess að afla sér grunnmenntunar í háskóla árið 2017 22,63% hér á landi en 65,10% í Bandaríkjunum.
  Markmið þessarar ritgerðar er að rýna í gögn um laun fólks með háskólamenntun og án hennar hér á landi og útskýra þróun premíunnar. Einnig verða skoðaðar tölur erlendis frá og munur á milli landa borinn saman og útskýrður. Farið verður yfir hlutverk menntunar í samfélagi og áhrif á efnahagslega þróun. Einnig verður skoðað hvort, og þá hversu mikill munur er á ábata milli atvinnugreina, og þar af leiðandi munur á premíu eftir því í hvernig menntun einstaklingar fjárfesta í.

 • Útdráttur er á ensku

  Education is important for factors of development. Countries cannot achieve sustainable economic development without investing in their human capital. Education is in its essence a foundation for economic growth and technical advancements. This was not always acknowledged but with the 20th century came a large increase in educational attainment in Iceland and in other countries across the globe. Before that change, higher education was very rare and only a fraction of the population had the privilege of having a degree from a university.
  Modern countries have recognised education as an important factor for a flourishing society, but what does the individual profit from investing in education? By attaining a college or university degree, individuals can hope to achieve higher wages. Research has also shown that wages in jobs that require education and specific skills are more likely to increase with seniority and experience.
  Education premium is a concept that has been used by scholars to identify difference in wages between people with and without education. The college premium in the United States and other developed countries has increased in the last few decades and so discussion on the subject has arisen as a result. The college premium in the United States was, for example, 48% in 1981 but increased to 97% in 2005. Much of this increase can be credited to technical advancements and the decrease in the supply growth of educated labor in the 1980s. In Iceland this debate has also surfaced recently and it‘s attention drawn to the fact that the premium for college and university education is small compared to other countries. The premium for a Bachelor degree was 22,63% in Iceland in 2017 while in the United States it was 65,10%.
  The goal of this essay is to research data on wages in relation to education, calculate the appropriate premium and explain the development of it. Premiums of other countries, especially in the USA, will also be examined in comparison to the Icelandic premium. There will be a brief theoretical take on education and its role in economic development. Furthermore, premiums of different educational careers will be examined, in hope to shed light on the differences in gains from different education choices.

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf683.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_utfyllt.pdf425.77 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna