is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32987

Titill: 
  • Kenningar um val á tryggingamörkuðum: samanburður á hrakvali og hagstæðu vali
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Kenningin um hrakval hefur spilað stórt hlutverk í hagfræðinni og víðar. Hrakval verður til vegna ósamhverfra upplýsinga milli aðila í viðskiptum og veldur velferðartapi fyrir samfélagið. Þegar ósamhverfar upplýsingar eiga sér stað á milli tryggingataka og tryggingafélags skapast hætta á því að þeir sem líklegastir eru til þess að kaupa tryggingar eru þeir sem á sama tíma eru líklegastir til þess að lenda í tjóni. Með hagstæðu vali er hins vegar átt við það þegar þeir einstaklingar sem eru ólíklegri til þess að lenda í tjóni eru líklegri til að kaupa sér tryggingar. Hér er leitast eftir að varpa ljósi á þessar tvær kenningar, fræðilegan uppruna þeirra, hvað þær eiga sameiginlegt og hver meginmunurinn á þeim er. Skoðaðar eru forsendur kenninganna og hvort þær standist á raunverulegum tryggingamörkuðum. Notast er við myndræna framsetningu á markaði þar sem hrakval á sér stað annars vegar og hagstætt val hins vegar til þess að einfalda skilning á því hverjar afleiðingar kenninganna eru. Þá er farið er yfir gagnrýni á kenningarnar út frá ólíkum sjónarhornum Fjallað er um rannsóknir sem gerðar hafa verið á hinum ýmsu tryggingamörkuðum þar sem kannað var hvort jákvætt samband væri að finna á milli tryggingaverndar og áhættu. Rannsóknir þessar sýna fram á ólíkar niðurstöður þar sem finna mátti merki um hrakval á ákveðnum mörkuðum en hagstætt val á öðrum.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokautgafa_KBS.pdf759,97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-skemman.pdf423,38 kBLokaðurPDF