is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3299

Titill: 
 • Landscape classification in Iceland and its underlying geological factors
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aðferð til flokkunar á landslagi út frá sjónrænum eiginleikum hefur nýlega verið þróuð á Íslandi í tengslum við Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hún byggist á 23 sjónrænum eiginleikum svo sem útlínum og formum í landslagi, grunnlögun
  landslagsins, fjölbreytileika gróðurs og gróðurþekju, fjölbreytileika í áferð og munstri, breytileika í hæð, víðsýni. Hér var þessari aðferð beitt á landslagssvæði yfir landið allt með það að markmiði að greina og flokka helstu landslagsgerðir á Íslandi. Fylgni landslags við jarðsögu og berggrunn var einnig könnuð. Við val á svæðum var byggt á 10x10 km hnitakerfi Náttúrfræðistofnunar Íslands. Það nær til landsins alls en hér var valinn þriðji hver reitur í þriðju hverri röð. Í þessari
  rannsókn voru notaðir 98 reitir. Farið var í þá alla og gögnum safnað í fyrirfram
  þekktum GPS punkti í miðjum reit. Gátlisti með áðurnefndum 23 sjónrænum breytum
  var fylltur út á hverju svæði og myndir teknar til heimildasöfnunar. Eiginleikum var
  gefin einkunn á bilinu 0-5 eftir magni eða þéttleika. Gögnin voru meðhöndluð með
  kláðugreiningu (Cluster Analysis). Prófað var að aðskilja þá eiginleika sem höfðu lægsta tíðni (endurtekin form og jökla), og skilaði það hærra bootstrap gildi og hámarkaði betur einsleitni innan hópa og mun milli hópa. Gögnin, án áðurnefndra breyta, voru síðan unnin frekar með meginþáttagreiningu (Principal Components Analysis) til að komast að því hvaða eiginleikar vógu þyngst í hverjum landslagsflokki fyrir sig Niðurstöðurnar benda til þess að 8 megingerðir landslagshópa sé að finna á Íslandi. Þær eru: (1) Strendur sem ásamt fjörðum greinast fá öðrum flokkum vegna staðsetningar við sjó. Strendur skiptust í tvo undirhópa klettastrendur og flatar sandstrendur. (2) Firðir sem einkennast af U-laga grunnformi í landinu. Firðir eru aðallega á eldri tertíera hluta landsins þ.e. Vestfjörðum, Mið-Norðurlandi og Austfjörðum. (3) Djúpir U-laga dalir inn á milli hárra fjalla með mikilli gróðurþekju (4) Grynnri inndalir eru fáliðaðasti flokkurinn og greinast m.a. frá flokki 3 vegna grunnlögunar og minni gróðurs. Inndalir eru aðallega við jaðar miðhálendisins. (5) Gróið láglendi og heiðalönd sem er stærsti flokkurinn. (6) Grónar sléttur með miklu víðsýni sem einkennast af því að langt er í næstu fjöll eða hæðir og grunnlögun er flöt. (7)
  Gróðursnauðar og einsleitar hálendissléttur með miklu víðsýni og grófri blettastærð. (8)
  Gróðursnautt hálendi sem er að mestu leyti eins og í flokki 7 nema þar er stöðuvatn
  og/eða ár. Fylgni milli landslagsflokka og undirliggjandi jarfræðilegra þátta, þ.e.
  jarðsögulegs aldurs og berggrunns var könnuð með því að reikna út flatarmál aldurs-eða
  berggrunnsflokka innan 5 km radiusar útfrá ákvörðuðu GPS hnitunum á stafrænum
  jarðfæðikortagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fylgni milli fylkis sjónrænna
  landslagsþátta og jarðfræðiþátta var reiknuð með Canonical Correlation Analysis og
  einföldum fylgnireikningum (Correlation Analysis). Í ljós kom sterk fylgni sjónrænna og jarðfræðilegra þátta í íslensku landslagi. Ákveðnir eiginleikar eins og beinar línur í landi fylgja háum jarðfræðilegum aldri, enda setja beinir láréttir eða hallandi staflar tertíer
  jarðlaga sterkan svip á fjöllin á Vestfjörðum og Austfjörðum U-laga grunnlögun
  einkennir einnig þessi svæði og önnur þar sem jöklar hafa náð að sverfa og móta landið.

Samþykkt: 
 • 31.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlynur_Bardarson_fixed.pdf3.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna