is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32991

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning: Mikilvægi innri markaðssetningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaður fyrirtækja einkennist af vaxandi heimsvæðingu og harðnandi samkeppni, því reyna þau að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum til að öðlast samkeppnisforskot. Ein af þeim leiðum sem fyrirtæki nota til þess er fyrirtækjamenning. Þar sem sýnt hefur verið fram á að fyrirtæki með sterk menningarleg einkenni sýna betri árangur en þau með veikari menningu hafa fyrirtæki leitað leiða til að styrkja menninguna sína í von um betri árangur og samkeppnisforskot. Fyrirtækjamenning ein og sér er ekki endilega nóg til að ná samkeppnisforskoti á markaði heldur þarf fyrirtæki að horfa á innviði og þá sérstaklega á innri markaðssetningu. Innri markaðssetning er einn af lykilþáttum góðrar fyrirtækjamenningar en innri markaðssetning snýst um að ná í, halda og skapa starfsmenn sem vilja leggja áherslu á góða þjónustu og viðskiptavini.
    Þessi rannsókn fjallar um það hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði getur notfært sér menningavíddir Denison til að bæta menninguna sína með hjálp innri markaðssetningar. Notast var megindlegan spurningalista út frá líkani Denison sem fjallar um fjórar menningarvíddir sem leiða til sterkari fyrirtækjamenningar. Rannsóknin var unninn í samvinnu við lítið fjarskiptafyrirtæki og leiddi í ljós að það getur styrkt fyrirtækjamenningu sína út frá víddum Denison með því notfæra sér tól innri markaðssetningar.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ritgerð ,lokaskil.pdf966.1 kBLokaður til...14.05.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf131.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 5 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar