is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32999

Titill: 
 • Ávöxtun og árangur íslenskra skuldabréfasjóða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Efni þessa lokaverkefnis er að leggja mat á árangur íslenskra skuldabréfasjóða á árunum 2014-2018 en í því felst samanburður á ávöxtun þeirra á fyrrnefndu tímabili. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort sjóðsstjórum á Íslandi takist að ná ávöxtun umfram ákveðna viðmiðunarvísitölu. Allir sjóðirnir eiga það sameiginlegt að fjárfesta í
  skuldabréfum gefnum út af íslenska ríkinu eða með ábyrgð þess. Gerð verður samanburðartafla á ávöxtun sjóðanna og greint hvaða sjóðir komu betur og hverjir komu verr út en viðmiðunarvísitalan og hversu mikið. Farið verður yfir mismunandi fjárfestingarstefnur og helstu mælikvarða sem notaðir eru við mat á árangri verðbréfasjóða. Þá verður einnig saga íslensk skuldabréfamarkaðs rakin í stuttu máli. Ákveðið var að notast við skuldabréfavísitölu GAMMA, GAMMA:GBI, við samanburðinn
  en hún er talin gefa sem besta mynd af skuldabréfamarkaðinum hérlendis.
  Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að ef ætlunin sé að fjárfesta í ríkisskuldabréfasjóðum sé fjármunum betur varið í skuldabréfasjóði sem notast við hlutlausa stýringu. Einungis einn sjóður náði betri ávöxtun en skuldabréfavísitalan og var það sjóður Íslandssjóða, sem tókst það með naumindum yfir tímabilin 2017-2018 og tímabilið 2018. Niðurstöðurnar breytast þó örlítið ef árangur sjóðanna er borinn saman
  við vísitölusjóð GAMMA, GAMMA Index, en hann fjárfestir eftir skuldabréfavísitölu GAMMA. Færa má rök fyrir því að sá samanburður sé örlítið sanngjarnari þar sem ekki er tekið tillit til viðskipta- og umsýslukostnaðar þegar ávöxtun vísitölu er skoðuð. Standa sjóðirnir ögn betur að vígi þegar litið er til þessa en þeir ná þó í fæstum tilfellum að ávaxta umfram GAMMA Index vísitölusjóðinn.

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32999


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávöxtun og árangur íslenskra skuldabréfasjóða. Lokaskil.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð stafræns eintaks.pdf279.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF