is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33001

Titill: 
 • Áhrif ímyndar upprunalands á vörumerkjavirði hönnunarhúsgagna
 • Titill er á ensku The effect country origin image has on the brand equity of designer furniture
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Vörumerkjavirði er eitt af lykilhugtökum í viðskipta- og markaðsfræði í dag. Hátt vörumerkjavirði getur haft í för með sér mikinn ávinning fyrir fyrirtæki eins og meiri hagnað, árangursríkari markaðsaðgerðir og meiri líkur á vali við kaup.
  Upprunaland vörumerkis er eitt vinsælasta og mest rannsakaða efnið í fræðum tengdum alþjóðaviðskiptum, markaðsfræði og á sviði neytendahegðunar.
  Þar sem vörumerkjavirði og upprunaland vöru eru bæði þættir sem geta haft áhrif á val neytenda við kaup, þá er viðfangsefni þessarar rannsóknar að kanna hvort ímynd upprunalands hafi áhrif á vörumerkjavirði hönnunarhúsgagna. Til að afmarka viðfangsefni rannsóknarinnar var notast við vörumerkið Arne Jacobsen sem er upprunið í Danmörku, því var notast við ímynd Danmerkur sem frumbreytu í rannsókninni.
  Byrjað var á megindlegri rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir með snjóbolta- og hentugleikaúrtaki á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvupóst.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ímynd Danmerkur er góð. Hún var sú vídd sem var með hæsta meðaltal af þeim víddum sem mældar voru. Einnig gáfu niðurstöðurnar til kynna að ímynd Danmerkur hafi áhrif á vörumerkjavirði Arne Jacobsen í gegnum víddirnar vörmerkjavitund/hugrenningatengsl og vörumerkjatryggð en ekki í gegnum víddina skynjuð gæði. En engin tengsl voru staðfest milli víddarinnar og heildar vörumerkjavirðis.

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey Ingibjörg Lúðvíksdóttir.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemmanyfirlysing_Laufey.pdf208.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF