Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33006
Þetta er lokaritgerð til B.A.-prófs í íslensku sem öðru máli. Verkefnið er spænsk þýðing úr íslensku á tveim smásögum eftir Ástu Sigurðardóttur. Þessar tvær smásögur eru „Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns“ og „Gatan í rigningu“. Verkefnið skiptist í tvo aðalhluta. Fyrri hluta er fyrir sitt leyti skipt í þrjá kafla. Í fyrri kafla er rætt um ævi Ástu, um eiginleika verka hennar og um ástæður fyrir því að velja þessar smásögur. Í öðrum kafla er rætt um þýðingarfræði og um hengtuleika ýmissa stefna og aðferða sem hægt er að nota til að ferja texta á milli mála. Það er fjallað um fræðimenn eins og Roman Jakobson og Nida og um hugtök eins og áhrifajafngildi og formleg jafngildi og um tengsl milli jafngildis og strúktúralisma. Það er líka rætt í stuttu máli um aðrar stefnur eins og Skopos og samanburðarstefnuna. Þriðji kafli fjallar um þau vandamál sem þýðanda þótti erfiðast að leysa í þessum textum. Seinni hluti verkefnisins er þýðing beggja smásagnanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Carlos Sánchez Valcuende - BA Lokaritgerð - copia.pdf | 375.25 kB | Lokaður til...01.01.2025 | Heildartexti | ||
14052019101745-1.pdf | 221.22 kB | Lokaður | yfirlýsing |