is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33007

Titill: 
  • Popúlismi í fortíð, nútíð og framtíð: Aðdragandi og efnahagslegar afleiðingar Brexit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þann 23. júní 2016 kaus breska þjóðin að yfirgefa Evrópusambandið í ferli sem nefnt hefur verið Brexit. Kosningabarátta þeirra er studdu Brexit bar mörg einkenni popúlískrar orðræðu. Í kjölfar þess að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru tilkynntar hríðféll gengi sterlingspundsins og náði sögulegum lægðum þegar markaðurinn leiðrétti væntingar sínar um efnahagslega framtíð Bretlands. Í þessari ritgerð verður þróun gengis- og hlutabréfamarkaða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og fram til loka apríl 2019 skoðuð í samhengi við Brexit-tengdar fréttir. Ritgerðin hefst á almennri umfjöllun um hugtakið popúlisma, merkingu þess og sögu. Rakin eru dæmi um popúlískar stjórnmálahreyfingar, allt frá Þýskalandi nasismans til nýlegri dæma í Bandaríkjunum og Bretlandi. Greindar eru kenningar um mögulegar orsakir fyrir uppgangi og auknum vinsældum slíkra hreyfinga og þær settar í samhengi við Brexit. Sérstöku kastljósi er beint að áhrifum alþjóðavæðingar á efnahags- og menningarlegt umhverfi þeirra einstaklinga sem kusu að yfirgefa Evrópusambandið og kannaður er mögulegur ábati og kostnaður af útgöngunni. Rannsökuð eru áhrif Brexit-tengdra frétta á gengi pundsins og breska hlutabréfamarkaðinn. Gengisveiking fylgdi annars vegar fréttum er bentu til þess að Brexit yrði að veruleika og hins vegar, eftir að 50. grein Lissabon-sáttmálans var virkjuð, fréttum er benda til þess að koma muni til „Hard“ eða „No-deal“ Brexit. Niðurstöðurnar benda til þess að markaðir telji útgönguna líklega til að draga úr hagvexti innan Bretlands til lengri tíma litið. Þegar langtímaþróun pundsins er athuguð má hins vegar greina jákvæða leitni pundsins það sem af er ári 2019 sem bendir til þess að mat markaða sé að þróast á þann veg að „Hard“ og „No-deal“ Brexit sé ólíkleg niðurstaða.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri Engilbertsson (BA-ritgerð).pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_undirrituð.pdf308.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF