is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33008

Titill: 
 • Hverjar eru helstu hvatir til rafræns umtals?: Eru hvatir til rafræns umtals einsleitar?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umtalsmarkaðssetning í gegnum netið hefur verið heillandi kostur fyrir markaðsfólk þar sem hún er talin vinna á mótþróa fólks gegn auglýsingum með minni tilkostnaði og auðveldari birtingu heldur aðrir markaðsráðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tiltrú fólks á auglýsingum fer minnkandi. Færra fólk telur auglýsingar vera góða leið til að læra um vörur, færra fólk segist kaupa vörur útaf auglýsingum og færra fólk segist því finnast auglýsingar skemmtilegar. Þar sem skilaboð sem koma í gegnum samskipti milli fólks með persónuleg tengsl sín á milli eru talin áreiðanlegri heldur en auglýsingar og annað markaðsefni, er rafrænt umtal oftar en ekki betra en hefðbundnar auglýsingar til þess að hafa áhrif á viðhorf og kauphegðun fólks. En afhverju tjáir fólk sig á netinu? Hvaða hvatir eru til rafræns umtals og er munur á þessum hvötum eftir fólki? Þessari rannsókn var ætlað að svara fjórum rannsóknarspurningum;
  1. Tilgáta 1: Munur er á hvötum til rafræns umtals eftir því hvaða miðla fólk notar.
  2. Tilgáta 2: Munur er á hvötum til rafræns umtals eftir því hvernig fólk skilgreinir kyn sitt.
  3. Tilgáta 3: Munur er á hvötum til rafræns umtals eftir því hver aldur fólks er.
  4. Tilgáta 4: Munur er á hvötum til rafræns umtals eftir því hvaða menntun fólk hefur.
  Munur fannst á öllum tilgátum og því var hægt að staðfesta þær allar. Þetta gefur til kynna að hvatir til rafræns umtals eru ekki einsleitar. Það bera að hafa í huga þegar á að nýta sér rafrænt umtal í miðaðri markaðssetningu og nauðsynlegt er að sníða notkun á rafrænu umtali að hverjum hópi fyrir sig.

Samþykkt: 
 • 14.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmanyfirlysingvigfusrunarsson (002).pdf185.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hverjar eru helstu hvatir til rafræns umtalsx.pdf518.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna