is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33018

Titill: 
  • Að sigra markaðinn: Megindleg fjárfestingaraðferð byggð á skriðþunga hlutabréfa
  • Titill er á ensku Seeking alpha: Quantitative Momentum-Based Stock Selection System
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að hanna og framkvæma bakprófun (e. back-test) á fjárfestingaraðferð sem Wesley Gray og Jack Vogel setja fram í bók sinni „Quantitative Momentum: A Practitioner´s Guide to Building a Momentum-Based Stock Selection System“. Aðferð þeirra er megindleg fjárfestingaraðferð sem er í grunninn byggð á skriðþunga hlutabréfa þar sem fjárfest er í hlutabréfum með jákvæða eiginfylgni yfir síðastliðna tólf mánuði. Ásamt því er annarsvegar, tekið tillit til árstíðabundina eiginleika sem ákvarðar tíðni og tímabil endurröðunar eignasafnsins og hinsvegar misverðlagningu hlutabréfa vegna sálfræðilegra bjagana fjárfesta þar sem einblínt er á hlutabréf með samfelldara verðferli. Kannað er hvort aðferð þeirra geti með marktækum hætti skilað umframávöxtun á Breskum hlutabréfamarkaði. Rannsóknin tekur til þeirra 351 hlutabréfa sem uppfylla grunnskilyrði um lágmarks markaðsvirði og seljanleika í Kauphöllinni í London. Rannsóknartímabilið nær yfir 10 ára tímabil, frá lok nóvember 2008 til lok nóvember 2018. Niðurstöður sýna að aðferðin skilar með marktækum hætti ávöxtun umfram viðmiðunarvísitöluna FTSE 350. Aðferðin nær þessum árangri með talsvert meira flökti en viðmiðunarvísitalan. Áhættuleiðréttir mælikvarðar eru þó hagkvæmir fyrir aðferðina og sýna að fjárfestum er umbunað fyrir aukið flökt. Þegar rannsóknartímabilinu er skipt upp í þrjú tímabil má sjá að aðferðin skilar stöðugri (e. robust) árlegri umframávöxtun yfir öll tímabilin. Niðurstöður gefa til kynna að með því að einblína á hlutabréf með samfelldara verðferli og taka tillit til árstíðabundina eiginleika er arðsemi fjárfestingaraðferðinnar aukin.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AlexanderJónssonLokaLokaskil.pdf588.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf13.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF