is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33022

Titill: 
  • Áhrif stafrænnar markaðssetningar á ímynd fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stafræn markaðssetning hefur þróast jafnt og þétt í tæpa tvo áratugi og gegnir í dag afar stóru hlutverki í nútíma markaðssetningu. Fyrirtæki verða að tileinka sér stafræna markaðssetningu til vera samkeppnishæf á markaðnum. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast þekkingu á þeim áhrifum sem stafræn markaðssetning getur haft á ímynd fyrirtækja. Sérstaklega voru skoðuð áhrif rafræns umtals á fyrirtæki með áherslu á samfélagsmiðla. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar eigindleg rannsókn og hins vegar megindleg rannsókn. Eigindlega rannsóknin var í formi hálfopinna viðtala við sérfræðinga með ólíkan bakgrunn í markaðsfræði og megindlega rannsóknin var í formi spurningakönnunar sem send var út í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Þátttakendur spurningakönnuninnar voru 154 talsins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að rafrænt umtal hafi áhrif á ímynd fyrirtækja. Þær benda einnig til þess að áhrifin séu mismikil eftir því hvort að umtalið sé jákvætt eða neikvætt. Niðurstöður sýna enn fremur fram á að jákvætt umtal á samfélagsmiðlum sé algengara en neikvætt, að rafrænt umtal hafi áhrif á kauphegðun neytanda og að umsagnir neytenda á netinu teljist trúverðugari en upplýsingar fyrirtækja á vefsíðum þeirra.
    Lykilorð: Stafræn markaðssetning, samfélagsmiðlar, rafrænt umtal, ímynd fyrirtækja, kauphegðun.

Samþykkt: 
  • 14.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Andres_og_Ellert.pdf912.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna